22. febrúar 2008

Afmælismyndavídeó og nýjar myndir



Þá er kéllingin stungin af enn eina ferðina í námsferð, og við kallarnir erum skildir eftir heima... og þá er loksins bloggað, reyndar er þetta svona næturblogg eins og hjá Össuri en ég ætla ekkert að reyna að feta í fótspor hans í efnistökum og orðaleikjum.

Ég ætlaði nú bara aðallega að tilkynna nýtt myndaalbúm, 12-13 mánaða og svo fylgir þessari færslu smá vídeóstubbur úr afmælismyndunum.

12 til 13 mánaða


Freyr veiktist fljótlega eftir afmælið, fékk fyrst ælupest og niðurgang og svo hita í kjölfarið á því. Ætli þetta hafi ekki tekið hátt í 2 vikur allt í allt. Amma hans kom frá Vopnafirði og hjálpaði til við pössun svo þetta gekk allt upp að lokum.
En nú er Freyr eitthvað farinn að kvarta yfir þessu næturbrölti mínu, þannig að það er sennilega réttast að láta þetta duga í bili.