Freyr var mældur í morgun, 8,3kg og 69,5cm
Hann fylgir víst sinni "kúrvu" staðfastlega.
27. júlí 2007
16. júlí 2007
Stutt ferðasaga
Við fjölskyldan erum komin heim frá 12 daga ferðalagi í Danmörku. Við stoppuðum í viku í Kaupmannahöfn þar sem Svenni hafði fengið íbúð í gegnum BHM. Eygló var með okkur allan tímann í Köben en Óli kærastinn hennar stoppaði í tvo daga og Steina amma stoppaði í nokkra daga. Kaupmannahöfn er alltaf ótrúlega skemmtileg. Freyr var reyndar ekki alltaf sammála því, hann gerðist hin mesta frekja í þessari ferð enda orðinn hundleiður á að hanga í vagninum eftir nokkra daga. Hann átti einnig ansi erfitt með að sofa innan um allt þetta fólk og fór það oft í skapið á honum. En þetta slapp allt saman og varð hin fínasta borgarferð. Við röltum um borgina, kíktum á það helsta eins og Den lille havfrue, Bakken, Nyhavn, Zoo, Strikið, Fields og så videre. Eftir Kaupmannahöfn skrapp Eygló í heimsókn til Óla í Århus en litla fjölskyldan tók bíl á leigu og brunaði til Slagelse þar sem móðurbróðir Hrannar og fjölskyldan hans býr. Þar stoppuðum við í hádegis og kvöldmat og röltum um bæinn. Freyr var guðslifandi feginn að komast loks ud på landet (einungis um 40 þús búa þarna) og steinsvaf í vagninum sínum. Við hittum nánast alla fjölskylduna hans Jensa móðurbróður sem var mjög skemmtilegt. Áfram var haldið til Odense þar sem við sóttum Jóhönnu, Valdimar og Helga Gnýr heim. Þar var tekið á móti okkur með gjöfum handa Frey. Við höfðum það ótrúlega gott í Odense enda þau fjölskyldan höfðingjar heim að sækja. Skruppum í Legoland og Kerteminde ásamt því að rölta um Odense. Jóhanna og Valdimar sáu afskaplega vel um okkur, útbjuggu madpakke fyrir ferðalög og elduðu dýrindismáltíðir. Umhverfið í kringum þau er æðislegt þótt að þau séu óheppin með drykkjunágranna og þjófa...
Það var nú ósköp gott að koma heim. Freyr er aftur orðinn rólegri og hægt er að leggja hann frá sér á ný án þess að hann fari að vola. Hann fékk graut um leið og heim var komið enda meira en tilbúinn. Freyr lærði einnig nánast að sitja í ferðinni, situr nú eins og fínn maður með smá stuðning því að stundum kastar hann sér aftur á bak eða til hliðanna ef því er að skipta.
Þá er bara að njóta það sem eftir er sumars og vonast eftir að góða veðrið heimsæki okkur aftur.
Það var nú ósköp gott að koma heim. Freyr er aftur orðinn rólegri og hægt er að leggja hann frá sér á ný án þess að hann fari að vola. Hann fékk graut um leið og heim var komið enda meira en tilbúinn. Freyr lærði einnig nánast að sitja í ferðinni, situr nú eins og fínn maður með smá stuðning því að stundum kastar hann sér aftur á bak eða til hliðanna ef því er að skipta.
Þá er bara að njóta það sem eftir er sumars og vonast eftir að góða veðrið heimsæki okkur aftur.
13. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)