Á laugardaginn fúgaði ég flísarnar á gestabaðinu, þannig að það er nánast orðið fullklárað. Á sunnudaginn réðst ég í það að parketleggja hjónaherbergið, það tók skamma stund enda er maður að verða nokkuð lunkinn við þetta þó maður segi sjálfur frá. Svo skellti ég upp rafmagnstenglum í hjónaherbergið í gærkvöldi.
Nú ætlum við að fara að panta okkur rúm í þetta fína hjónaherbergi, svona gamalmenna/sjúklingarúm sem hægt er að hækka, lækka snúa, hvolfa og ég veit ekki hvað og hvað með fjarstýringu.
31. október 2006
26. október 2006
meiri flísar
Það er nú farið að hægjast á framkvæmdum, samt er maður alltaf að. Nýjustu afrekin eru að tengja þvottavélina (takk fyrir allan þvottinn tengdamamma), setja handrið á stigann og byrja á flísalögn á gestabaðinu.
Í dag kom svo SFS (Sérfræðingur Frá Símanum) og tengdi ADSL-sjónvarpið. Ég er ekki alveg að skilja hvaða hag síminn sér í því að senda sérlega sérfræðinga á staðinn (notendum að kostnaðarlausu) til þess eins að setja upp ADSL-sjónvarps myndlykilinn. Ég er búinn að bíða eftir þessum manni í 4 vikur til þess eins að horfa á hann stinga myndlyklinum í samband, slá inn símanúmerið mitt og lykilorð og bíða og horfa á á meðan myndlykillinn uppfærði sig og náði sambandi við netið. Og þetta rukkar þessi sérlegi SFS símann 6000 kr. fyrir. Síminn hefði getið sparað sér þessar 6000 kr. með því einfaldlega að senda mér þessa græju fyrir mánuði síðan og leyft mér að stinga þessu sjálfur í samband. Svo hefði verið hægt að senda þennan SFS ef það hefði mistekist hjá mér. Margt er skrítið í kýrhausnum.
En jæja, best að koma sér heim að horfa á sjónvarpið.
Í dag kom svo SFS (Sérfræðingur Frá Símanum) og tengdi ADSL-sjónvarpið. Ég er ekki alveg að skilja hvaða hag síminn sér í því að senda sérlega sérfræðinga á staðinn (notendum að kostnaðarlausu) til þess eins að setja upp ADSL-sjónvarps myndlykilinn. Ég er búinn að bíða eftir þessum manni í 4 vikur til þess eins að horfa á hann stinga myndlyklinum í samband, slá inn símanúmerið mitt og lykilorð og bíða og horfa á á meðan myndlykillinn uppfærði sig og náði sambandi við netið. Og þetta rukkar þessi sérlegi SFS símann 6000 kr. fyrir. Síminn hefði getið sparað sér þessar 6000 kr. með því einfaldlega að senda mér þessa græju fyrir mánuði síðan og leyft mér að stinga þessu sjálfur í samband. Svo hefði verið hægt að senda þennan SFS ef það hefði mistekist hjá mér. Margt er skrítið í kýrhausnum.
En jæja, best að koma sér heim að horfa á sjónvarpið.
13. október 2006
Flísar og stofumublur
Við höfum ekki verið verkefnalaus síðustu daga frekar en endranær. Það eru komnar flísar á forstofuna (nánast alveg) og svo erum við búin að skrúfa saman hillusamstæður og skápa í stofuna. Í forstofuna er líka kominn risafataskápur með glerrennihurðum svo að smám saman fer þetta að líkjast mannabústað.
Baðherbergið niðri er líka orðið starfhæft "röryrkinn" kom og tengdi vatnið fyrir baðvaskinn svo að nú er aðallega eftir að taka til þar svo það geti talist tilbúið.
Baðherbergið niðri er líka orðið starfhæft "röryrkinn" kom og tengdi vatnið fyrir baðvaskinn svo að nú er aðallega eftir að taka til þar svo það geti talist tilbúið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)