19. nóvember 2008

Ísafjarðarferð

Um síðustu helgi fórum við í skotferð til Ísafjarðar, flugum báðar leiðir (með millilendingu í Kreppuvík). Freyr stóð sig vel í flugferðunum, var stilltur og prúður og þótti þetta bara nokkuð spennandi. Það var svo að vonum gaman að hitta frændfólkið fyrir vestan og þurftum við lítil afskipti að hafa af Frey þessa helgina - hann var upptekinn við leika við frændur sína.

Freyr hefur sloppið nokkuð vel frá haustpestunum, en hefur þó verið nokkra daga heima með hita.

Freyr er alltaf að bæta við orðaforðann og setningafræðina, spurði mömmu sína t.d. um daginn "ert'a skipta á mér ?". Fyrir vestan sagði hann áhyggjufullur: "Kári detta niður, og amma líka!" þegar Kári og Sýbilla kútveltust um sleðabrekkuna eftir frækilegt stökk.

Svo er Freyr líka orðinn duglegur að syngja með helstu barnalögum og biður ósjaldan um óskalög.