Rafvirki fjölskyldunnar mætti galvaskur í gær vopnaður CAT-5 streng og "potara". Ég aðstoðaði hann við að draga í allar síma/tölvu -lagnir. Nú er húsið því orðið síma og internetvætt.
Áhugasamir geta kynnt sér nýtt símanúmer hér (meðan þetta virkar, símaskráin á netinu er orðin svo léleg (ath: um leið og gjöld fyrir þjónustu 118 voru hækkuð) að það er ekki víst að þetta virki lengi).
29. september 2006
28. september 2006
Útiljósin slökkt
Ætlaði bara að taka það fram að í tilefni óvenju spennandi sjónvarpsdagskrár næstu dagana munum við hafa slökkt á útiljósunum, eins og nú er tíska. Við munum svo góna upp í loftið til þess eins að verða rennandi blaut í framan því að hér er ausandi rigning og rok.
ps. á næstu dögum ætla ég að reyna að koma mér í það að setja útiljós á húsið.
ps. á næstu dögum ætla ég að reyna að koma mér í það að setja útiljós á húsið.
27. september 2006
Baðherbergi
Síðustu dagar hafa farið í að standsetja baðherbergið á neðri hæðinni.
Ég er búinn að flísaleggja gólfið og klósettkassann og klósettskálin er komin á sinn stað. Í gærkvöldi byrjaði ég svo að setja upp baðinnréttinguna og er það komið vel áleiðis, neðri skáparnir komnir upp, borðplatan og vaskurinn. Nú er bara að fá píparana til að ganga frá tengingum og þá fer þetta að verða nothæft sem aðalbaðherbergi heimilisins.
Við erum komin með símastreng inn í húsið, nú þarf bara að draga í og tengja innanhúss.
Margar góðar hugmyndir hafa borist varðandi nýtingu á bakgarðinum, sundlaug, formúlubraut, blakvöllur, skíðasvæði og síðast en ekki síst að nota garðinn sem golfvöll. Ég er nú ekki viss um hvort eitthvað af þessum hugmyndum kemst í framkvæmd, en ég er þó alvarlega að spá í að fá golfvallarblöndu af grasfræi til að sá í garðinn í vor. Er mjög spenntur fyrir "green - grasi" en það krefst kannski þess að ég fái mér garðyrkjumann til að slá daglega (gæti kannski samið við nágrannann (sem slær nánast daglega) um að taka minn garð "í leiðinni" á sláttutraktornum).
Ég er búinn að flísaleggja gólfið og klósettkassann og klósettskálin er komin á sinn stað. Í gærkvöldi byrjaði ég svo að setja upp baðinnréttinguna og er það komið vel áleiðis, neðri skáparnir komnir upp, borðplatan og vaskurinn. Nú er bara að fá píparana til að ganga frá tengingum og þá fer þetta að verða nothæft sem aðalbaðherbergi heimilisins.
Við erum komin með símastreng inn í húsið, nú þarf bara að draga í og tengja innanhúss.
Margar góðar hugmyndir hafa borist varðandi nýtingu á bakgarðinum, sundlaug, formúlubraut, blakvöllur, skíðasvæði og síðast en ekki síst að nota garðinn sem golfvöll. Ég er nú ekki viss um hvort eitthvað af þessum hugmyndum kemst í framkvæmd, en ég er þó alvarlega að spá í að fá golfvallarblöndu af grasfræi til að sá í garðinn í vor. Er mjög spenntur fyrir "green - grasi" en það krefst kannski þess að ég fái mér garðyrkjumann til að slá daglega (gæti kannski samið við nágrannann (sem slær nánast daglega) um að taka minn garð "í leiðinni" á sláttutraktornum).
15. september 2006
Grófjöfnuð lóð
Á þriðjudaginn dúkkaði upp beltagrafa í garðinum og byrjaði að slétta úr moldarhaugunum sem voru framan við húsið, ég hef hingað til haldið því fram að þetta væru sjóflóðavarnargarðarnir mínir. Upp í fjalli er snjóflóðavarnagarður þannig að rökrétt sýndist að hafa líka sjóflóðavarnargarð. En að vel athuguðu máli þá taldi ég ekki miklar líkur á tsunami svona ofarlega í bænum.
Það er sem sagt búið að slétta úr haugunum og brjóta niður gömul tré. Lóðin stækkaði heilmikið við þetta og er ég strax farinn að kvíða slættinum. Neðan við húsið gæti ég allt eins haft alþjóðaflugvöll sýnist mér. Kannski ég hafi hafnarboltavöll, já eða völl fyrir amerískan fótbolta a.m.k. eitthvað sem skemmtilegra er að horfa á en helv#$% tuðrusparkið sem fram fer á gervigrasvellinum sem ég því miður líka útsýni yfir. Góðar hugmyndir vel þegnar í athugasemdakerfið.
Það er sem sagt búið að slétta úr haugunum og brjóta niður gömul tré. Lóðin stækkaði heilmikið við þetta og er ég strax farinn að kvíða slættinum. Neðan við húsið gæti ég allt eins haft alþjóðaflugvöll sýnist mér. Kannski ég hafi hafnarboltavöll, já eða völl fyrir amerískan fótbolta a.m.k. eitthvað sem skemmtilegra er að horfa á en helv#$% tuðrusparkið sem fram fer á gervigrasvellinum sem ég því miður líka útsýni yfir. Góðar hugmyndir vel þegnar í athugasemdakerfið.
13. september 2006
Rafmagnsbilun
Á sunnudagskvöldið tókum við því rólega framanaf, vorum nýbúin að borða, skriðin upp í sófa og horfðum á sjónvarpið (það var reyndar ekki í gangi, enda ekkert loftnet eða adsl komið). Allt í einu kvikna öll ljós í stofunni, á áður óþekktu birtustigi, uppþvottavélin pípir og drepur á sér, gasskynjarinn fer að væla og ljósin í húsinu kvikna og slökkna á víxl.
- sumir hefðu kannski kallað á prest eða einhvern annan draugabana en okkur hugkvæmdist það ekki á þessari stundu -
Ég hljóp niður á neðri hæðina þar sem tók á móti mér sviðalykt mikil sem líktist óneitanlega lyktinni af soðnu slátri.
- þarna hefðu sumir sannfærst um að það að draga upp silfurkrossinn -
Fljótlega fann ég aðal upptök lyktarinnar, spennirinn fyrir fartölvuna var farinn að leka út þéttaolíu og hitna ískyggilega. Ég reif spenninn úr sambandi og henti honum út en ljósadiskóið hélt áfram. Sviðalykt var einnig af dimmerunum og nú tók ég líka eftir því að af sérsmíðaðri rússneskri ljósakrónu í einu herberginu stafaði björtu ljósi, það er nú reyndar einmitt náttúra rússneskra ljósakróna að lýsa upp en ég var nokkuð viss um að ég hafði skrúfað peruna úr þessari nógu langt til að slökkva á henni. Ég dvaldi þó ekki lengi við þær pælingar heldur fór að slá út í rafmagnstöflunni helstu stöðum í húsinu sem draugurinn virtist hafa tekið sér bólfestu í
- þessir nútímadraugar eru margir hverjir mjög rafmagnsháðir -
Þá fór nú að róast í húsinu nema að einhverjir dimmerar héldu áfram að kveikja og slökkva ljós en þó af eðlilegri styrk en áður.
Ég mældi spennuna í húsinu, hún var í hærra lagi (244v) en svo sem ekkert óskapleg. Ég ráðfærði mig við Daða nágranna, en hann hafði ekki orðið var við neitt óvenjulegt í sínu húsi en við vorum sammála um það að þetta hlyti af hafa verið ógurleg yfirspenna sem þarna var á ferð. Ég hringdi svo í Rarik til að athuga hvort þeir stæðu fyrir þessu en þeir könnuðust ekki við neitt, þeir sendu reyndar mann á staðinn til að skoða þetta en lítið kom út úr því.
Við slógum öllu út nema ísskápnum fyrir nóttina, svona svo að kofinn færi nú ekki að fuðra upp ofan af okkur. Á mánudagsmorgun fékk ég rafvirkja til að skoða þetta og eftir hádegið kom heill her af sérfræðingum frá Rarik á svæðið, þeir fundu fljótlega lausa tengingu í töflunni þar sem heimtaugin kemur inn í hana. Þessi lausa tenging virðist hafa valdið því að "núllið fór á flot" sem þýðir með öðrum orðum að í stað ca 240v spennu varð spennan í húsinu allt í einu rúmlega 400v, það er vel rúmlega það sem rafmagnstæki eiga að þola. Þetta var svo lagað og sofum við rólegri núna.
Alls brunnu yfir 6 dimmerar, 3 spennar fyrir halogenljós, vatnsdælan fyrir gólfhitakerfið, spennirinn fyrir fartölvuna og örbylgjuofninn. Við hrósum happi yfir því að ísskápurinn, uppþvottavélin, bakaraofninn og nokkrir dimmerar virðast hafa þolað þetta, en fleiri tæki og tól voru ekki tengd.
Nú erum við auðvitað búin að panta heilan gám af reykskynjurum og fá tilboð í tryggingar frá öllum tryggingafélögum, en tjónið ætti að fást bætt af tryggingu rafvirkjameistarans.
Ég er svo búinn að skipta um þá dimmera og spenna sem brunnu yfir auk þess sem pípari kom og skipti um vatnsdæluna. Við höfum það því orðið ágætt aftur í húsinu okkar.
Kv.Sv1
- sumir hefðu kannski kallað á prest eða einhvern annan draugabana en okkur hugkvæmdist það ekki á þessari stundu -
Ég hljóp niður á neðri hæðina þar sem tók á móti mér sviðalykt mikil sem líktist óneitanlega lyktinni af soðnu slátri.
- þarna hefðu sumir sannfærst um að það að draga upp silfurkrossinn -
Fljótlega fann ég aðal upptök lyktarinnar, spennirinn fyrir fartölvuna var farinn að leka út þéttaolíu og hitna ískyggilega. Ég reif spenninn úr sambandi og henti honum út en ljósadiskóið hélt áfram. Sviðalykt var einnig af dimmerunum og nú tók ég líka eftir því að af sérsmíðaðri rússneskri ljósakrónu í einu herberginu stafaði björtu ljósi, það er nú reyndar einmitt náttúra rússneskra ljósakróna að lýsa upp en ég var nokkuð viss um að ég hafði skrúfað peruna úr þessari nógu langt til að slökkva á henni. Ég dvaldi þó ekki lengi við þær pælingar heldur fór að slá út í rafmagnstöflunni helstu stöðum í húsinu sem draugurinn virtist hafa tekið sér bólfestu í
- þessir nútímadraugar eru margir hverjir mjög rafmagnsháðir -
Þá fór nú að róast í húsinu nema að einhverjir dimmerar héldu áfram að kveikja og slökkva ljós en þó af eðlilegri styrk en áður.
Ég mældi spennuna í húsinu, hún var í hærra lagi (244v) en svo sem ekkert óskapleg. Ég ráðfærði mig við Daða nágranna, en hann hafði ekki orðið var við neitt óvenjulegt í sínu húsi en við vorum sammála um það að þetta hlyti af hafa verið ógurleg yfirspenna sem þarna var á ferð. Ég hringdi svo í Rarik til að athuga hvort þeir stæðu fyrir þessu en þeir könnuðust ekki við neitt, þeir sendu reyndar mann á staðinn til að skoða þetta en lítið kom út úr því.
Við slógum öllu út nema ísskápnum fyrir nóttina, svona svo að kofinn færi nú ekki að fuðra upp ofan af okkur. Á mánudagsmorgun fékk ég rafvirkja til að skoða þetta og eftir hádegið kom heill her af sérfræðingum frá Rarik á svæðið, þeir fundu fljótlega lausa tengingu í töflunni þar sem heimtaugin kemur inn í hana. Þessi lausa tenging virðist hafa valdið því að "núllið fór á flot" sem þýðir með öðrum orðum að í stað ca 240v spennu varð spennan í húsinu allt í einu rúmlega 400v, það er vel rúmlega það sem rafmagnstæki eiga að þola. Þetta var svo lagað og sofum við rólegri núna.
Alls brunnu yfir 6 dimmerar, 3 spennar fyrir halogenljós, vatnsdælan fyrir gólfhitakerfið, spennirinn fyrir fartölvuna og örbylgjuofninn. Við hrósum happi yfir því að ísskápurinn, uppþvottavélin, bakaraofninn og nokkrir dimmerar virðast hafa þolað þetta, en fleiri tæki og tól voru ekki tengd.
Nú erum við auðvitað búin að panta heilan gám af reykskynjurum og fá tilboð í tryggingar frá öllum tryggingafélögum, en tjónið ætti að fást bætt af tryggingu rafvirkjameistarans.
Ég er svo búinn að skipta um þá dimmera og spenna sem brunnu yfir auk þess sem pípari kom og skipti um vatnsdæluna. Við höfum það því orðið ágætt aftur í húsinu okkar.
Kv.Sv1
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)