15. september 2006

Grófjöfnuð lóð

Á þriðjudaginn dúkkaði upp beltagrafa í garðinum og byrjaði að slétta úr moldarhaugunum sem voru framan við húsið, ég hef hingað til haldið því fram að þetta væru sjóflóðavarnargarðarnir mínir. Upp í fjalli er snjóflóðavarnagarður þannig að rökrétt sýndist að hafa líka sjóflóðavarnargarð. En að vel athuguðu máli þá taldi ég ekki miklar líkur á tsunami svona ofarlega í bænum.

Það er sem sagt búið að slétta úr haugunum og brjóta niður gömul tré. Lóðin stækkaði heilmikið við þetta og er ég strax farinn að kvíða slættinum. Neðan við húsið gæti ég allt eins haft alþjóðaflugvöll sýnist mér. Kannski ég hafi hafnarboltavöll, já eða völl fyrir amerískan fótbolta a.m.k. eitthvað sem skemmtilegra er að horfa á en helv#$% tuðrusparkið sem fram fer á gervigrasvellinum sem ég því miður líka útsýni yfir. Góðar hugmyndir vel þegnar í athugasemdakerfið.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja Sveinn thad er ekki seinna vænna en ad fara ad kvida slættinum i tima! Skil thig mjog vel. Minar uppastungur eru Blakvollur eda Badmintonvollur ja eda bædi. Tha gæti eg t.d. komid i heimsokn til ykkar med nyja fina blakboltann minn sem eg er svo stolt af:)

Nafnlaus sagði...

F1 braut, McLaren gætu sýnt falleg tilþrif.
Og held ég að tuðrusparkið sé mun skárri kostur en blak eða badminton.

Nafnlaus sagði...

Þetta kemur sér vel þegar þið þurfið að fara að byggja við ;) Annars væri líka spennandi að hafa sundlaug í garðinum, þarf ekkert að slá hana.

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á sundlaugarhugmynd systur þinnar

Nafnlaus sagði...

Mér finnst það ábyrgðarleysi að jafna sjóvarnargarðana við jörðu - nú á tímum hlýnandi loftslags. Þá er líka búið að útiloka möguleikann á skíðasvæði í garðinum

Unknown sagði...

Það er nú ennþá séns á að hafa gönguskíðabraut og byrjendabrekku, en hlýnandi loftslag gæti spilað þar meira inn í en landslagsarkitektúr.

Hrönn vill fá strandblakvöll, sem er svo sem ekki svo slæm hugmynd ef veðráttan býður upp á það.

Ingþór, McLaren menn hafa nú aldrei getað neitt - og seint yrði þeim boðið í garðpartý hjá mér ;-)

Nafnlaus sagði...

mmmmmm..... hvað með gönguskíðabraut! Þegar ég kem til baka frá Norge þá verð ég eflaust gönguskíðaóð eins og allir nossarar og heimta því gönguskíðabraut í garðinn!

Annars var Ingþórs hugmynd eðal....bara muna að hafa ekki of krappar beygjur svo sjúmmi litli hafi séns...

Nafnlaus sagði...

Málið er ekki flókið Svenni minn! Golfvöll í bakgarðinn!