30. desember 2005

Forsteyptar loftaplötur settar á

28.desember voru forsteyptar loftaplötur frá Malarvinnslunni hífðar á sinn stað. (mynd síðar)

Dren

13.desember voru drenlagnir lagðar og fyllt upp að húsinu að hluta.

Veggir steyptir

7.desember voru veggir neðri hæðarinnar steyptir.

Veggir neðri hæðar

Í lok nóvember var byrjað að slá upp fyrir veggjum neðri hæðarinnar.

Gólfplata neðri hæðar steypt

10.nóvember, gólfplatan steypt

Fyllt í sökkulinn

8.nóvember 2005, sökkull fylltur af möl.




Sökkull steyptur

Og sökkullinn steyptur 15.október 2005

Slegið upp fyrir sökkli

Um miðjan október var slegið upp fyrir sökkli

Grunnurinn tekinn

14. september var byrjað að moka.

Húsið teiknað

Þegar kom svo að því að ákveða hvaða hús við ætluðum að byggja varð niðurstaðan kanadískt einingahús á steyptri neðri hæð. Við létum teikna þetta hús og sömdum svo við Dalkó um að láta smíða einingarnar í Kanada og flytja inn húsið.










Lóðin

Þá að húsbyggingunni. Við gerðum okkur ferð austur á Norðfjörð í maí 2005 til að skoða lóðir, þessi lóð Þiljuvellir 9 varð fyrir valinu.

Þar stóð áður hús sem var kallað Kirkjuhvoll en það var rifið fyrir ca. 15 árum.


Horft í suð-austur, ofan af götunni



Horft í norður, upp lóðina



Horft í norð-austur, húsið vinstra megin heitir Þórsmörk, en gula húsið með græna þakinu er húsið hans Afa.

Myndaprófun

Er að prófa BlogThis fídusinn í Picasa Posted by Picasa
Þetta er mynd af okkur Hrönn á toppi [aarrggghhh... man ekki nafnið á fjallinu] við Þjófadali vestur af Hveravöllum. Kerlingafjöll í baksýn

Hmmm

Ég veit að ég hef haft uppi háværar yfirlýsingar um að ég ætli aldrei að blogga, en ég ætla að prófa það af tveimur ástæðum.
  1. Við hjónaleysin stöndum í húsbyggingu og það er alltaf verið að spyrja hvernig gengur og hvar sé hægt að sjá myndir af árangrinum -> ég ætla að reyna að svara þeim spurningum hér.
  2. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa varðandi forritun með Oracle JDeveloper og ADF/Swing, þær færslur mun ég hafa á ensku í von um þær geti orðið einhverjum að gagni. Vinir og vandamenn verða bara að leiða þær færslur hjá sér.
Ég er reyndar nokkuð viss um að ég gefst fljótlega upp á þessu, en ég reyndi þó.