Nú er kappinn orðinn eins mánaðargamall. Ennþá er Freyr ósköp góður og rólegur, langoftast. Dagarnir eru mjög mismunandi, ef hann fær tækifæri til að fara út í vagninn sefur hann lengi á daginn og höfum við stundum vakið hann til að gefa honum að drekka. Á nóttunni er hann farinn að taka upp á að sofa í svona fjóra tíma í fyrsta lúrnum en þá er bara kúnstin að fá fyrsta lúrinn á réttum tíma svo að foreldrarnir geti sofið honum til samlætis.
Við eigum í bleiu vandamáli, sama hvað við vöndum okkur við að setja bleiuna á, typpið niður og allar kúnstir, nær kapinn að pissa framhjá, sérstaklega á nóttunni. Frekar leiðinlegt að þurfa að skipta á bleiu á nóttunni, pabbinn er alltaf sendur í það. Góð ráð frá strákaforeldrum væru vel þegin.
Freyr er mjög upptekin við horfa framaní okkur og nú vantar okkur bara brosið. Hann brosir sæll og ánægður með lokuð augun eftir að hafa drukkið en ekkert félagslegt bros ennþá.
Við fáum Þórhöllu hjúkrunarfræðing í heimsókn á morgun, það verður spennandi að vita hversu þungur hann er orðinn.
Nú fer pabbinn bráðlega að stinga af í vinnu og kvíði ég því talsvert. Það er svo gott að geta sofið aðeins lengur á morgnanna og að hafa þvottakörfuna alltaf tóma ;-)