23. febrúar 2006

Innivinnan tekin viðNú er innivinnan tekin við og þær stórstígu breytingar sem sést hafa á útliti hússins eru búnar í bili, nú erum við að einangra loftin á efri hæðinni og að klára svokallaða raflagnagrind innan á veggjunum.
Grímur og Bryndís hafa hjálpað okkur við einangrunarvinnuna.

13. febrúar 2006

Fokhelt

Nú er húsið orðið fokhelt, þvottahúshurðin fór á sinn stað fyrir helgina og bílskúrshurðin er orðin lokuð (enn er reyndar ekki hægt að opna hana með góðu móti, en það er í vinnslu).
Á laugardaginn týndum við svo allt lauslegt timbur saman og stöfluðum upp. Það ætti því ekkert að vera byggingarfulltrúanum að vanbúnaði að gefa út fokheldisvottorð.
Nú er innivinnan tekin við og ætlum við að reyna að sinna henni að miklu leyti sjálf - það mun koma í ljós hvernig það gengur. Næstu verkefni eru að ganga frá raflagnagrind á veggjum, einangra loftið og koma fyrir raflagnagrind þar líka.

8. febrúar 2006

Fullfrágengið að utan (efri hæðin)

Nú er efri hæðin orðin fullfrágengin að utan, bílskúrshurðin er komin í (að nafninu til) og Viðarsteinn ehf. búnir að ljúka sínu verki. Smiðirnir fara heim á morgun og þá er ég tekinn við stjórninni þarna.
Þvottahúshurðin verður svo vonandi sett í á næstu dögum og þá er húsið orðið fokhelt.

7. febrúar 2006

Að verða tilbúið að utan

Nú er efri hæðin að verða fullfrágengin að utan. Það klárast í vikunni.
Búið er að klæða allt þakið, það vantar reyndar enn þak á útskotið í stofunni (klárast í dag).
Þakkantur er kominn á 3/4 og þakrennur.
Klæðning er komin á alla efri hæðina nema upp í mæninn á suðurhliðinni og búið er að ganga frá listum í kringum flesta glugga og flest horn.