Nú er húsið orðið fokhelt, þvottahúshurðin fór á sinn stað fyrir helgina og bílskúrshurðin er orðin lokuð (enn er reyndar ekki hægt að opna hana með góðu móti, en það er í vinnslu).
Á laugardaginn týndum við svo allt lauslegt timbur saman og stöfluðum upp. Það ætti því ekkert að vera byggingarfulltrúanum að vanbúnaði að gefa út fokheldisvottorð.
Nú er innivinnan tekin við og ætlum við að reyna að sinna henni að miklu leyti sjálf - það mun koma í ljós hvernig það gengur. Næstu verkefni eru að ganga frá raflagnagrind á veggjum, einangra loftið og koma fyrir raflagnagrind þar líka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli