5. nóvember 2007

Farinn að standa upp og komin tönn

Um helgina lærði Freyr að standa upp og nú hífir hann sig á fætur og gengur meðfram eins og herforingi. Í dag gægðist svo fyrsta tönnin upp úr gómnum.
Í síðustu viku fór Freyr í fyrsta skipti á snjóþotu, enda fór allt á "kaf" í snjó hérna eitt kvöldið, honum þótti það ekki leiðinlegt - takk fyrir lánið á þotunni Auður.

Framkvæmdir í húsinu hafa nú rumskað af dvalanum, búið er að klára að gifsklæða þvottahúsið, sparsla og mála. Hálft gólfið hefur verið flísalagt og þegar búið verður að fúga verður innréttingin sett upp. Við eigum svo von á því að restin af handriðinu á stigann komi í mánuðinum.

Við erum að fara suður núna á miðvikudaginn, námslota hjá Hrönn. Við feðgar hyggjumst eyða okkar tíma í borginni í Europris - ég reikna þó ekki með að móðirin samþykki það.

Nýjar myndir koma fljótlega.