31. júlí 2006

Parketlögn hafin


Við höfum verið iðin við kolann síðustu daga.

Eldhúsinnréttingin er komin upp að undanskildum nokkrum skúffuframhliðum sem eru ekki enn komnar frá IKEA. Grímur er búinn að koma niður baðkarinu og er byrjaður á sturtuklefanum. Búið er að leggja rafmagn að og tengja alla tengla í eldhúsi og einu herbergi. Um helgina parketlögðum við Hrönn eitt svefnherbergi og fataherbergið.
Við stefnum enn ótrauð að því að halda "innflutnings"partý um verslunarmannahelgina, ekki verður þó gerð krafa um að gestir fari úr skónum.
Von er á flísum og parketi í eldhúsið á dag eða morgun þannig að vonandi verður orðið partýhæft um næstu helgi.

11. júlí 2006

Innréttingavinna hafin

Málararnir kláruðu sinn skammt í gær, fullmáluðu loftin og grunnuðu veggina.
Innréttingarnar frá IKEA komu líka í gær og skrúfaði ég saman fyrsta skápinn í gærkvöldi. Það verður nóg að gera næstu daga, mála eina umferð á alla veggi og setja saman innréttingar. Svo ætla ég rétt að vona að pípararnir fari að standa við loforðin og komi að tengja gólfhitann.
Nú er sem sagt lokaspretturinn að hefjast, ég ætla mér að vera í fríi eftir hádegi og vinna í húsinu á fullu og svo er bara að vona að við getum staðið við loforðin um innflutningspartý um verzlunarmannahelgina.

Ég reyni að koma inn nýjum myndum fljótlega.