31. júlí 2006

Parketlögn hafin


Við höfum verið iðin við kolann síðustu daga.

Eldhúsinnréttingin er komin upp að undanskildum nokkrum skúffuframhliðum sem eru ekki enn komnar frá IKEA. Grímur er búinn að koma niður baðkarinu og er byrjaður á sturtuklefanum. Búið er að leggja rafmagn að og tengja alla tengla í eldhúsi og einu herbergi. Um helgina parketlögðum við Hrönn eitt svefnherbergi og fataherbergið.
Við stefnum enn ótrauð að því að halda "innflutnings"partý um verslunarmannahelgina, ekki verður þó gerð krafa um að gestir fari úr skónum.
Von er á flísum og parketi í eldhúsið á dag eða morgun þannig að vonandi verður orðið partýhæft um næstu helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka til partýsins. Við mætum blaðskellandi í bæinn á miðvikudagsmorgun.

Nafnlaus sagði...

Jiii, enn spennandi. Þetta er bara allt að koma. Hlakka til að sjá hvernig þetta verður í lok ágúst, ætla rétt að vona að það verði annar í innflutningi þá ;)

Nafnlaus sagði...

Ég bíð líka mjög spennnt!
Gangi ykkur vel tuhh tuhh!