4. ágúst 2006

Flís við rass

Klósettkassinn á efri hæðinni var flísalagður í gær, stefnt er að því að fúga hann í kvöld og setja svo upp klósettskálina (eins gott að hafa það í lagi fyrir partý).

Annars tafðist flísa- og parketlögn um nokkra daga vegna klúðurs hjá Landflutningum. Við erum búin að hringja daglega í Húsasmiðjuna á Egilsstöðum til að reka á eftir flísunum og parketinu á eldhúsið, þeir sögðust svo hafa skilað því af sér, til Landflutninga á mánudaginn. Ekkert barst þó til okkar. Við grunuðum auðvitað Húsasmiðjuna um að hafa ekki komið þessu frá sér (af fenginni reynslu) og hringdum enn og aftur en þeir stóðu fast á því að hafa komið þessu á bíl. Á miðvikudag (og enn ekkert komið) hringdum við svo í Landflutninga á Egilsstöðum, þá voru þeir búnir að tína brettinu en lofuðust til að leita. Þeir fundu það svo að lokum í Reykjavík !!! höfðu skellt því upp í vitlausan bíl á Egilsstöðum (þessir Héraðsmenn, ég segi ekki annað ;-). En þetta skilaði sér loksins í gær og vonandi náum við að koma pleisinu í partýhæft ástand.

Grímur er búinn að vera að setja upp innihurðir og nú eru komnar hurðir fyrir klósettdyrnar uppi og niðri auk eins herbergis, þannig að nú er að verða íbúðarhæft.

Parketið á eldhúsið fer á í dag, og þá getum við sett ísskápinn á sinn stað (til að kæla bjórinn).

Svo er mæting í partý á laugardagskvöldið kl. 21.

2 ummæli:

theddag sagði...

SVakalega eru þið dugleg. Fylgist spennt með.
Kv, Edda

Nafnlaus sagði...

Dreymdi husid ykkar aftur. Verd ad fara og koma ad skoda, thetta asaekir mig. Kvedjur fra Svithjod :)