Innflutningspartýið fór vel fram, haldin var æsispennandi bjórsmökkunarkeppni þar sem miklir bjórspekingar, auk annarra sem höfðu minni trú á bjórviti sínu, leiddu sam krúsir sínar. Þetta endaði þannig að hún Auður sigraði þetta, náði 5 réttum af 15 (minnir mig).
Við hjónaleysin skelltum okkur svo í vikuferð til Tyrklands til að hvíla okkur á húsbyggingunni, það var voðalega ljúft (kannski aðeins í heitara lagi en alveg viðráðanlegt).
Á meðan við vorum úti þá tók Grímur sig til og stækkaði dyraopið inn í hjónaherbergið, það er eina dyraopið í steyptum vegg hjá okkur (fyrir utan útidyrnar í þvottahúsinu) og það var af einhverjum ástæðum aðeins og lágt (gólfið of hátt). Við höfðum nú hugsað okkur að minnka hurðina bara aðeins að ofan og neðan en Grími líkaði sú ráðstöfun illa, hann laumaðist því til þess að brjóta úr dyraopinu meðan við hvíldum okkur í Tyrklandi.
Við erum svo flutt inn að nafninu til, vegna gestagangs á Marbakkanum um verslunarmannahelgina þá hröktumst við í okkar eigið hús og höfum verið þar síðan (ef frá er talin Tyrklandsförin). Ekki erum við nú búin að flytja mikið af búslóðinni til okkar enda er húsið vart tilbúið fyrir svoleiðis. Við unum okkur þó ágætlega í einu herbergi enda er eldhúsið klárt, gestabaðið, sturtuklefinn og baðkarið.
En... það er víst nóg eftir og við verðum víst ekki verkefnalaus á næstunni.
2 ummæli:
Voru ekki teknar einhverjar myndir í innflutningspartýinu? Nei, ég bara spyr svona...
List vel a ykkur og til hamingju med allt saman;)
Thid takid thetta bara a gamaldags hatt og flytjid inn i oklarad. Thad er nu bara ekkert vit i odru, serstaklega thegar thid erud hrakin af bokkunum.
Skrifa ummæli