26. maí 2006

Og áfram með smjörið

Sælir lesendur góðir, maður er svo upptekinn í byggingu að maður má ekkert vera að því að setja eitthvað hér inn, en hér kemur eitthvað smávegis.

Nú er búið að leggja í gólfin á neðri hæðinni.

Hákon hefur svo verið að vinna hjá okkur við að gifsklæða útveggina


Sérfræðingarnir að sunnan (þeir sem reistu efri hæðina) eru svo mættir aftur og eru að klæða neðri hæðina að utan.


Við erum líka byrjuð að reisa milliveggjagrindur á neðri hæðinni og rafmagn og vatn er komið inn í húsið (alls ótengt ennþá reyndar en það er allt í vinnslu)

9. maí 2006

Ýmislegt hefur gerst síðan síðast

Afsakið hlé.

Ýmislegt hefur verið gert síðan ég reit síðast á þessa síðu. Við byrjuðum til dæmis að leggja rafmagnsrör og -dósir í steyptu veggina á neðri hæðinni. Einnig byrjuðum við á veggklæðningunni niðri.


Síðan var hafist handa við að leggja gólfhitalagnir (einangrunarmottur og rör) og nú í dag var svo "lagt í" (steypt ofan á) gólfið á efri hæðinni.