26. maí 2006

Og áfram með smjörið

Sælir lesendur góðir, maður er svo upptekinn í byggingu að maður má ekkert vera að því að setja eitthvað hér inn, en hér kemur eitthvað smávegis.

Nú er búið að leggja í gólfin á neðri hæðinni.

Hákon hefur svo verið að vinna hjá okkur við að gifsklæða útveggina


Sérfræðingarnir að sunnan (þeir sem reistu efri hæðina) eru svo mættir aftur og eru að klæða neðri hæðina að utan.


Við erum líka byrjuð að reisa milliveggjagrindur á neðri hæðinni og rafmagn og vatn er komið inn í húsið (alls ótengt ennþá reyndar en það er allt í vinnslu)

6 ummæli:

Unknown sagði...

Minni á myndasíðuna:

http://community.webshots.com/user/sveinnh/

Þar eru komnar inn nýjar myndir (í albúminu húsbygging)

Nafnlaus sagði...

Gasalega er þetta lekkert.. Hlakka geðveikt til að koma og sjá dýrðina. Kv. Salný

Nafnlaus sagði...

Þetta er ótrúlega fínt hjá ykkur. Mér finnst þið vera duglegasta fólkið að brasa þetta allt saman sjálf. Líklega hefði ég sjálf gefist upp fyrir tveimur mánuðum. En þið eruð ofurfólk. Hlakka til að sjá höllina ykkar í endanlegri mynd hvenær sem það nú verður (sem við komum þ.e.a.s.)

Nafnlaus sagði...

Takk takk, við erum líka komin með hann Hákon í vinnu, rosalega gaman þegar eitthvað gerist meðan við erum í vinnunni.
kv. Hrönn

Nafnlaus sagði...

Þetta er orðið þrælbærilegasta pleis bara! Hlakka mikið til að sjá í sumar!

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt að koma greinilega. Er svona að láta mig dreyma um að koma kannski í lok ágúst og sjá dýrðina með berum augum.