7. júní 2006

Erum flutt !

... ekki þó í nýja húsið, heldur til Gríms og Sýbillu. Íbúðin sem við vorum í á heimavist Verkmenntaskólans breytist á næstu dögum í hótel þannig að okkur var úthýst.
Nú er komin pressa á Grím að hjálpa okkur að klára svo hann losni við okkur út aftur.

Hákon er á fullu að vinna í húsinu, milliveggir eru langt komnir, efri hæðin ætti að klárast í dag eða á morgun. Þá er komið að málurunum á efri hæðinni, það þarf að sparsla og grunna þetta allt saman.

Set inn myndir bráðlega.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vil fara að fá nýjar fréttir...og myndir! Bestu kveðjur, freka litla systirin

Unknown sagði...

Já já...