30. júní 2006

Sparslað og málað

Frekjan hún systir mín heimtaði frekari fréttir þannig að ég verð að verða við því.

Nýlegar myndir eru ekki tiltækar en hér kemur ein sem er ekki mjög gömul sem tekin er úr sunnverðri stofunni, eldhúsið er vinstra megin en hægra megin eru dyrnar úr andyrinu inn í stofuna.


Önnur mynd kemur svo hér af hnúfubak sem lék listir sínar fyrir okkur í björgunarsveitinni þegar við héldum fjölskyldudag í Hellisfirði á þjóðhátíðardaginn.


Af húsbyggingunni er það helst að frétta að allir milliveggir eru komnir upp og klæddir. Málararnir eru búnir að vera í nokkra daga að sparsla og munu þeir grunna veggi og mála loft, það ætti að klárast í næstu viku. Enn bíðum við eftir pípurum til að tengja gólfhitann og neysluvatnið en ég hef verið að draga rafmagnsvírana í og er það langt komið á neðri hæðinni en á efri hæðinni eru bara komnar "rússneskar ljósakrónur".

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínn hvalur! er orðin þrælspennt að sjá nýja húsið!

Er byrjuð að hekla innflutningsgjöfina!