23. mars 2006

Raflagnir og gifs í loft

Undanfarið höfum við verið að vinna við að setja upp raflagnadósir og rör. Á þriðjudaginn settum við svo fyrstu gifsplöturnar í loftið á bílskúrnum. Næstu verkefni eru áframhaldandi raflagnavinna og gifsklæðning í bílskúr.

10. mars 2006

Lagnagrind í loft




Það sem unnið hefur verið við síðustu daga er að koma fyrir lagnagrind í loftið. Það er langt komið og er þá næsta verk að ganga frá raflögnum í loftið.

Búið er að einangra allt og klæða loftið með rakavarnardúk (rakasperru).

Hér er mynd frá einangrunarvinnunni.