Það sem unnið hefur verið við síðustu daga er að koma fyrir lagnagrind í loftið. Það er langt komið og er þá næsta verk að ganga frá raflögnum í loftið.
Búið er að einangra allt og klæða loftið með rakavarnardúk (rakasperru).
Hér er mynd frá einangrunarvinnunni.
5 ummæli:
Var farin að spá hvort það væri bara ekki rassgat að gerast í þessu hjá ykkur eða hvort það væri svo mikið að gera að þið mættuð ekki vera að því að leyfa manni að fylgjast með. Þetta er æðislegt slot.. Kv.
Það er mikið að gera þessa dagana, og það gerist mikið. En nú er eitt af þessum tímabilum þegar ekki sést mikill munur frá degi til dags. Raflagnavinna er þó komin áleiðis og það fer allt að verða tilbúið til að klæða loftið í bílskúrnum.
Þetta verður gullfallegt. Nokkuð ljóst að við munum ekki fá að sjá herlegheitin fyrr en eftir ár eða fleiri. Þið haldið bara pottinum heitum þangað til;)
Mér sýnist Grímur skemmta sér bærilega við einangrunarvinna :) Gott að þetta gengur.
Komið þið sæl Sveinn og Hrönn.
Við erum að spá í hvort þið þurfið aðstoð við að klæða kjallaraveggina að utan.
Við erum þá að spá í að koma eina viku til ykkar.
Jón Ben. hefur alveg með þetta að gera.
Ef raflagnagrindin er komin þá getið þið farið að loka veggjum.
Það væri gott að sjá að rafmagnstaflan sé komin á sinn stað og búið að hleypa rafmagni á húsið.
Bestu kveðjur úr Biksupstungum.
Siggi á Reykjavöllum
í Siggasveit.
Skrifa ummæli