5. nóvember 2007

Farinn að standa upp og komin tönn

Um helgina lærði Freyr að standa upp og nú hífir hann sig á fætur og gengur meðfram eins og herforingi. Í dag gægðist svo fyrsta tönnin upp úr gómnum.
Í síðustu viku fór Freyr í fyrsta skipti á snjóþotu, enda fór allt á "kaf" í snjó hérna eitt kvöldið, honum þótti það ekki leiðinlegt - takk fyrir lánið á þotunni Auður.

Framkvæmdir í húsinu hafa nú rumskað af dvalanum, búið er að klára að gifsklæða þvottahúsið, sparsla og mála. Hálft gólfið hefur verið flísalagt og þegar búið verður að fúga verður innréttingin sett upp. Við eigum svo von á því að restin af handriðinu á stigann komi í mánuðinum.

Við erum að fara suður núna á miðvikudaginn, námslota hjá Hrönn. Við feðgar hyggjumst eyða okkar tíma í borginni í Europris - ég reikna þó ekki með að móðirin samþykki það.

Nýjar myndir koma fljótlega.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka til að sjá ykkur.

Nafnlaus sagði...

Euopris hefur nú aldrei verið uppáhaldsbúðin mín. En hver hefur sinn smekk. Vissulega góður staður fyrir Frey að æfa sig að standa upp við hinar ýmsustu vörur og jafnvel narta í þær með tönninni sinni. Annars þarf móðirin ekki að hafa áhyggjur af því sem hún ekki veit af;)

Nafnlaus sagði...

gaman að heyra að það eru framfarir hjá ykkur á hinum ýmsu sviðum....þið eruð dugleg. Mest samt Freyr því von bráðar fer hann að þrusast um allt og valda ykkur örum hjartslætti. Vonandi verður handriðið komið´þá!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með tönnina :-)
Kær kveðja frá okkur hér á Rauðhólum.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt bara allt að gerast:o)
verðum að hittast fljótlega aftur með þau litlu skötuhjú :o) Hafrún er einmitt farin að standa upp útum allt svo framarlega sem hún nær smá stuðningi.
mbk og sjáumst !
p.s maður er bara að drukkna í önnum á þessu blakmóti...

Unknown sagði...

Fljótlega er núna ;)

Nafnlaus sagði...

Jeminn hvað nýju myndirnar eru fínar. Ótrúlega sæt fjölskyldumynd af ykkur (og ótrúlega fín úlpa Hrönn!). Hann er algjört krútt þessi drengur. Fannst greinilega gaman að leika sér á leikskólanum. Hlakka til næstu myndaseríu:)