15. október 2007

Forbrydelsen og skrið

Jæja ég er í vinnunni og ætla að stelast til að blogga svolítið, auðvitað nóg að gera en ég nenni því bara ekki. Horfði á fyrsta þáttinn af Forbrydelsen í gær sem Jóhanna hefur talað svolítið um. Eftir þáttinn velti ég því svolítið fyrir mér hvað það er sem gerir það að dönsku þættirnir eru svona miklu betri en þeir amerísku og jafnvel bresku. Niðurstaðan eftir þennan þátt var að hann er í fyrsta lagi miklu betur leikinn, persónurnar eru eðlilegar og manneskjulegar. Fókusinn á fórnarlömbinn er meiri þannig að maður fær strax samúð með þeim sem mér finnst nauðsynlegt til að geta lifað mig inní þætti. Söguþráðurinn er hins vegar ekkert endilega frábrugðinn en hann er bara alls ekkert aðalatriðið. Ég legg til að Danir taki Kanana í smá kennslustund.
Freyr er skyndilega kominn á fullt. Jæja ég segi ekki að hann sé hraðskreiður en jú það kemur fyrir að hann er skyndilega horfinn fyrir horn. Hingað til hefur hann farið fetið á rassinum og ekki farið af stað nema að takmarkið sé í mesta lagi í metersfjarlægð. Núna er hann hins vegar orðinn stórhuga og leggur af stað í langferðir frá stofunni og inn í eldhús og rannsakar allt á leiðinni. Það heyrðust því hamarshögg hjá okkur í gærkvöldi, Svenni festi geisladiskahilluna við vegginn ásamt því að binda rammann stóra við vegginn. Hlutir sem okkur þykir vænt um og eru brothættir eru komnir ofarlega en í staðinn höfum við raðað litlu dóti í gluggakistuna. það er sem sagt hafinn nýr kafli í okkar lífi ;-)
Ennþá bólar ekkert á tönnum en gómurinn er allur hrufóttur og hvítur.

Best að fara að vinna
Kveðja Hrönn

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe nú byrjar fjörið :)

Nafnlaus sagði...

Þá er nú vissara að loka dyrunum.
Skríður hann á hnjánum,maganum eða rassinum?(Það síðasta kallast kannski ekki að skríða)
Bestu kveðjur, Steina amma.

Nafnlaus sagði...

Hæ , æðislegt þurfum endilega að hittast fljótlega með þau krútt Hafrúnu og Frey hún gerir allt sem hún getur til að reyna að standa upp og við reynum allt sem við getum til að tefja fyrir henni með það hehehe hún getur sest upp sjálf og gerir það óspart.
Sjáumst í blaki:o)

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra hvað Freyr er að verða stór strákur. Ég þarf greinilega að fara að undirbúa Ólínu fyrir að hann sé ekki lengur litlabarn, geti ýmislegt og borði ekki bara graut :)

Þurfum við annars ekkert að fara að taka til í draslherberginu okkar?

Nafnlaus sagði...

Freyr skríður eiginlega á rassinum það er alltaf grunnstaðan amk, en hann er á einu hnjéi og notar svo hina löppina til að mjaka sér. Jú Steinunn þú skalt endilega taka svolítið til ;-) við komum 8. nóv en verðum í íbúð þar sem fjölskyldan er alltaf öll á ferðinni. Sjáumst þá.

Nafnlaus sagði...

Greinilega ekki hægt að treysta á reglulegt svindl í vinnunni;) Varstu búin að kíkja á myndirnar hans HG á síðunni hans Valdimars. Nokkrar myndir þar af ykkur litlu fjölskyldunni og húsinu ykkar.