22. febrúar 2007

Mánaðar gamall

Nú er kappinn orðinn eins mánaðargamall. Ennþá er Freyr ósköp góður og rólegur, langoftast. Dagarnir eru mjög mismunandi, ef hann fær tækifæri til að fara út í vagninn sefur hann lengi á daginn og höfum við stundum vakið hann til að gefa honum að drekka. Á nóttunni er hann farinn að taka upp á að sofa í svona fjóra tíma í fyrsta lúrnum en þá er bara kúnstin að fá fyrsta lúrinn á réttum tíma svo að foreldrarnir geti sofið honum til samlætis.
Við eigum í bleiu vandamáli, sama hvað við vöndum okkur við að setja bleiuna á, typpið niður og allar kúnstir, nær kapinn að pissa framhjá, sérstaklega á nóttunni. Frekar leiðinlegt að þurfa að skipta á bleiu á nóttunni, pabbinn er alltaf sendur í það. Góð ráð frá strákaforeldrum væru vel þegin.
Freyr er mjög upptekin við horfa framaní okkur og nú vantar okkur bara brosið. Hann brosir sæll og ánægður með lokuð augun eftir að hafa drukkið en ekkert félagslegt bros ennþá.
Við fáum Þórhöllu hjúkrunarfræðing í heimsókn á morgun, það verður spennandi að vita hversu þungur hann er orðinn.
Nú fer pabbinn bráðlega að stinga af í vinnu og kvíði ég því talsvert. Það er svo gott að geta sofið aðeins lengur á morgnanna og að hafa þvottakörfuna alltaf tóma ;-)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Freyr, merkilegur aldur, búinn að kynnast okkur í einn mánuð og kominn tími til að senda okkur bros, finnst okkur. Bíðum spennt tilbúin með bros á móti. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt!

Kærar kveðjur frá afa og ömmu í Blota

Nafnlaus sagði...

sko... þegar Ingþór pissar framhjá á nóttunni hef ég venjulegast bara hent honum út á gólf og látið hann sofa þar....ekki alveg viss um að sama virki með Frey...getið samt prófað!

Nafnlaus sagði...

Sit hér andvaka á "klórinu" og fór að leita að e-h skemmtilegum blogsíðum.... já guð ég skellti nú bara uppúr að lesa hérna áðan haha, það sem ég man vel hvað ég átti erfitt með að höndla þetta pisserí útum allt hjá mínum dreng á þessum aldri ekki bara að skipta á honum heldur jafnvel rúmminu líka.... gleymi því seint þó það séu rúmlega 14 ár síðan ég var að díla við það en mig mynnir að fyrstu 3 mánuðurnir hafi verið verstir... gangi ykkur vel að venja vininn niður kv Áslaug.

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra að allt gengur vel. Verst að það er ekki ætlast til að maður setji börnin út í vagn á nóttunni. Og með pissuvandamálið. Ég man eftir þessu vandamáli en það var nú samt ekki stórt, en man ekki eftir neinu góðu ráði. Gæti kannski bara verið að önnur bleyjutegund myndi hjálpa. við notuðum Libero og ég var voða ánægð með þær.

Unknown sagði...

Mikið ofboðslega er Freyr fallegur strákur. Innilega til hamingju með hann.
Vildum bara kvitta fyrir okkur, við fylgjumst auðvitað með.

Bestu kveðjur, Ragna, Halldór og Ingþór Logi

Nafnlaus sagði...

Hæ. Minn 2ja mánaða drengur er ný hættur að míga framhjá, en tekinn við að skíta upp á hnakka í staðinn af miklum móð. Þeir þyrftu bara að vera í plastheilgalla fram að fermingu. Kveðja Þóra.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjur og að deila reynslusögum, ætlaði að blogga núna en drengurinn er ekki til í að vera í stólnum sínum nýja lengur, skrifa við fyrsta tækifæri

Hrönn