Síðustu dagar hafa farið í að standsetja baðherbergið á neðri hæðinni.
Ég er búinn að flísaleggja gólfið og klósettkassann og klósettskálin er komin á sinn stað. Í gærkvöldi byrjaði ég svo að setja upp baðinnréttinguna og er það komið vel áleiðis, neðri skáparnir komnir upp, borðplatan og vaskurinn. Nú er bara að fá píparana til að ganga frá tengingum og þá fer þetta að verða nothæft sem aðalbaðherbergi heimilisins.
Við erum komin með símastreng inn í húsið, nú þarf bara að draga í og tengja innanhúss.
Margar góðar hugmyndir hafa borist varðandi nýtingu á bakgarðinum, sundlaug, formúlubraut, blakvöllur, skíðasvæði og síðast en ekki síst að nota garðinn sem golfvöll. Ég er nú ekki viss um hvort eitthvað af þessum hugmyndum kemst í framkvæmd, en ég er þó alvarlega að spá í að fá golfvallarblöndu af grasfræi til að sá í garðinn í vor. Er mjög spenntur fyrir "green - grasi" en það krefst kannski þess að ég fái mér garðyrkjumann til að slá daglega (gæti kannski samið við nágrannann (sem slær nánast daglega) um að taka minn garð "í leiðinni" á sláttutraktornum).
1 ummæli:
ha ha ha ha.. já reyndu, þau hafa unun af garðastússi:o)
Skrifa ummæli