29. september 2006

Sími

Rafvirki fjölskyldunnar mætti galvaskur í gær vopnaður CAT-5 streng og "potara". Ég aðstoðaði hann við að draga í allar síma/tölvu -lagnir. Nú er húsið því orðið síma og internetvætt.

Áhugasamir geta kynnt sér nýtt símanúmer hér (meðan þetta virkar, símaskráin á netinu er orðin svo léleg (ath: um leið og gjöld fyrir þjónustu 118 voru hækkuð) að það er ekki víst að þetta virki lengi).

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jibbýkóla! Hús með síma! Nú verð ég alltaf að hringja...og reyna að selja ykkur eitthvað :)