Við höfum ekki verið verkefnalaus síðustu daga frekar en endranær. Það eru komnar flísar á forstofuna (nánast alveg) og svo erum við búin að skrúfa saman hillusamstæður og skápa í stofuna. Í forstofuna er líka kominn risafataskápur með glerrennihurðum svo að smám saman fer þetta að líkjast mannabústað.
Baðherbergið niðri er líka orðið starfhæft "röryrkinn" kom og tengdi vatnið fyrir baðvaskinn svo að nú er aðallega eftir að taka til þar svo það geti talist tilbúið.
5 ummæli:
Thannig ad thad thydir ekkert fyrir ykkur ad hafa oskipulagt og draslaralegt i ykkar fataskap. Soldil pressa ad hafa svona glerhurdir.
Það er auðvitað sandblásið gler þannig að það er hægt að hafa þónokkuð draslaralegt í þessum skáp án þess að það sjáist utan frá.
hjúkk!
Ég sé að þú hefur tekið nýyrðið í notkun.
Held thu verdir ad fara ad koma med nyjar frettir. annars held eg alltaf afram ad lesa fyrisognina sem "flisar og stofubumbur":)
Skrifa ummæli