Á laugardaginn fúgaði ég flísarnar á gestabaðinu, þannig að það er nánast orðið fullklárað. Á sunnudaginn réðst ég í það að parketleggja hjónaherbergið, það tók skamma stund enda er maður að verða nokkuð lunkinn við þetta þó maður segi sjálfur frá. Svo skellti ég upp rafmagnstenglum í hjónaherbergið í gærkvöldi.
Nú ætlum við að fara að panta okkur rúm í þetta fína hjónaherbergi, svona gamalmenna/sjúklingarúm sem hægt er að hækka, lækka snúa, hvolfa og ég veit ekki hvað og hvað með fjarstýringu.
1 ummæli:
Eins gott að rafmagnið fari ekki þegar rúmið er á hvolfi eða í einhverri álíka asnalegri "stellingu".
Skrifa ummæli