Þessa dagana halda smiðirnir ótrauðir áfram við sitt verk. Nú er verið að klæða efri hæðina og er norðurhliðin búin og austurhliðin langt komin.
Norðurhlið bílskúrsþaksins er líka orðin fullfrágengin og verið er að vinna í þakköntum.
Ég vonast til að síðustu plöturnar á þakið og þakgluggarnir í eldhúsinu fari á sinn stað á morgun.
Smiðirnir ætla svo að taka sér frí um næstu helgi og skreppa suður að heilsa upp á frúrnar.
1 ummæli:
Glæsilegt glæsilegt :) gott að sjá hvað gengur allt vel.
Skrifa ummæli