6. mars 2007

6 vikna

Jæja það virkaði sem sagt. Núna er Freyr orðinn 6 vikna. Það er voða gaman að fylgjast með honum stækka og sjá breytingarnar á honum dag frá degi. Hann er farinn að vaxa upp úr minnstu fötunum sínum og passar í sumt sem stendur 3-6 mánaða á. Það er svo gaman að geta klætt hann í nýju fötin sín, hann á svo mikið af flöttum fötum kallinn.
Vinurinn brosti loksins til okkar þann 27. feb. Honum fannst hins vegar engin sérstök ástæða til að brosa næstu daga. Hann brosti hins vegar til ömmu sinnar þegar hún var að passa hann enda var hún búin að panta bros. Núna er hann hins vegar að finna húmorinn sinn og hefur brosað stóru brosi til mín síðustu tvo morgna, hann hlær nú nánast, enda er ég stórsniðug sérstaklega á þessum tíma dags. Hugsa að hann sé að hlæja að útganginum á mér, þar sem Svenni er farinn að vinna utan heimilisins og ég hef ekki alltaf tök á að ná hárinu niður og annað slíkt fyrr en Freyr leyfir mér það. Annars slæstum við í svaka fínan magapoka handa honum þannig að öll helstu verk eru unnin með hann á maganum, þar sofnar hann svo gjarnan. Hann er hins vegar þannig núna á daginn að hann vill bara sofa í fanginu á manni. Þar steinsofnar hann en vaknar um leið og reynt er að leggja hann frá sér. Hins vegar getur hann sofið í vagninum sínum en til þess að það gerist þarf líka að fara út að ganga, það þýðir ekkert að blekkja hann. Hins vegar er veðrið oft svo vont að maður kemst bara ekkert út.
Nýttum hins vegar góða veðrið sunnudaginn vel og fórum á skíði, Freyr kom með og svaf vært í vagninum í marga tíma.
Jæja nú er grenjað og grenjað í vöggunni, 10 mín þar er alveg yfirdrifið.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa fréttir, þó þú hafir nú sagt mér þetta mestallt í gærkvöldi :)
Eruð þið búin að fá ykkur svona bók til að skrifa "söguna hans Freys" (merkilegar dagsetningar, gjafir, myndir etc)?. Algjört möst að eiga svoleiðis til að stunda samanburðarrannsóknir ;)

Hrönn Grímsdóttir sagði...

Já hann á rosalega flotta Anne Geddes dagbók en mér finnst alveg nauðsynlegt að skrifa líka í "tóma bók" þar sem maður getur skrifað allt sem manni sýnist. Þannig að skrár um hann eru til á þremur stöðum...

Nafnlaus sagði...

Æðislegt að fá fréttir af ykkur og greinilegt að Freyr dafnar vel. Kær kveðja til ykkar:)

Nafnlaus sagði...

hæ hæ

Ég les að hann eigi svo mikið af fötum hvað er það helst sem hann vantar sem við getum sent honum
kv
Kristín

Svenni sagði...

Já, það er rétt - Freyr á töluvert af fötum, en hann á minna af leikföngum, órói og svokölluð "þroskaleikföng" eru nú komin á óskalistann

Nafnlaus sagði...

Aldeilis fínar myndir. Nú fer ég að koma til að fá bros :-)
Bless á meðan, Steina amma.

Nafnlaus sagði...

Núna er ég farin að kannast við þetta. Við keyptum einmitt svona magapoka líka og OI lúllaði mest í fanginu og vaknaði alltaf þegar við reyndum að leggja hann.... Þessir strákar eru svo miklar kelirófur :) Hlakka rosalega mikið til að knúsa Frey í næstu viku!