Þá er fjölskyldan reynslunni ríkari, búin að skreppa til Reykjavíkur og til baka aftur, ekkert mál. Ég fór til að sinna náms- og starfsráðgjafanáminum mínu sem ég stunda í fjarnámi. Laugardagurinn fór allur í þetta frá 8 til 16. Ég kveið þessu talsvert, hef auðvitað aldrei þurft að vera svona lengi í burtu frá Frey. Ég undirbjó þetta talsvert, mjólkaði mig um nóttina og ræddi málin við kennarann minn. Varaði hana við því að ég gæti þurft að skreppa heim án fyrirvara og kannski oft yfir daginn. Þegar skipt var í hópa (sem er oft gert í slíku námi) passaði ég mig á því að ég væri ekki valin í tveggja manna hóp (já tveir er hópur og líka fjölskylda ef því er að skipta). Sem sagt gerði svona smá vesen. Nei nei þá voru feðgarnir bara óþolandi sjálfstæðir, ég skrapp bara snemma í mat og gaf honum einu sinni og bara úr örðu brjóstinu, meira þurftu þeir ekki á mér að halda. Svo heldur maður að maður sé ómissandi.
Ath nýjar myndir í 1-2 og 2-3 mánaða möppunum. Sé að Svenni hefur sett nektarmynd af mér inn, þið farið bara hratt yfir hana.
En þetta gekk sem sagt mjög vel og lofar því ferðin vestur til Ísafjarðar eftir viku bara góðu. Við hittum ótrúlega marga miðað við hvað tíminn var naumur, Kristínu og börn /systkini Svenna og færðu þau honum Frey hátæknidót voða fínt, Ásturnar tvær, Steinunni, Stefán og Ólínu, Bryndísi og Jóa og síðast en ekki síst Steinunni, Stefán og Ólínu en því miður mistókst að hitta Guðrúnu, Friðbjörn og Odd Inga þar sem fjölskyldan var meira og minna öll lasin. Hittum þau vonandi næst.
Freyr stækkar hratt, hann fer í viktun og mælingu á morgun og kemur þá í ljós hversu vel hann dafnar. Hann er farin að stjórna höndunum meira, vandar sig við að snerta dótið sem hangir fyrir ofan hann á teppinu, hann er líka óskaplega duglegur að spjalla, kanna að segja nei, og aaaa.
En nú er hann farinn að góla.
4 ummæli:
Ég er ROSALEGA glöð að fá smá fréttir og margar nýjar myndir áður en ég fer (og kíki ekki mörgum sinnum á dag). Ótrúlega gaman að sjá hvað hann er broshýr. Vona að Ísafjarðarferðin gangi vel:)
Ja, hérna og hvergi minnst á uppáhaldsfrænkuna hans Freys sem hitti hann alveg þrisvar meðan hann stoppaði í Reykjavík? Ég kenni brjóstaþoku móðurinnar um ;)
Gaman að sjá nýjar myndir.
HA HA HA ég er svo vanur því að Svenni bloggi bara hérna og byrjði að lesa, þangað til að hann fór að mjólka sig...
:0) Gaman að hitta þig í búðinni í gær ( Hrönn) hlakka til að heyra hvað prinsinn er orðinn stór spurði pabba hans í gær og hann bara lyfti upp höndunum og sagði " sona stór" :o)
Endilega tökum labb við tækifæri og svo fer maður að mömmumorgnast eftir páskana , spurning að standa sig hehehe.....
bestu kveðjur Áslaug og Hafrún Katla
Skrifa ummæli