13. apríl 2007

Ísafjarðarferð

Um páskana fór Freyr í útskriftarferð sína úr 1.bekk ferðalagaskólans. Við fjölskyldan lögð land undir fót og fórum til Ísafjarðar. Við nenntum ekki að keyra þetta en flugum í staðinn, með millilendingu í Reykjavík enda ekki annað í boði. Freyr tók þessu vafstri með jafnaðargeði og lét sér þetta vel líka. Við vorum svo í góðu yfirlæti yfir páskana og rúmlega það hjá Hörpu og Gunnari og var Kári sérstaklega ánægður með að fá "litla Frey" í heimsókn, hann var líka duglegur að fá Hrönn til að leika við sig. Við fórum svo aðeins á skíði og talsvert í göngutúra um Ísafjarðarbæ. Þátttaka okkar í "Rokkhátíð alþýðunnar" var frekar lítil, náðum víst lágpunktinum á henni, Mínus (sem voru full háværir og þungt rokkaðir fyrir okkar smekk) og biðinni eftir Blonde Redhead sem voru svo víst ekkert í sérlega góðum gír (við gáfumst reyndar upp á biðinni áður en við gátum upplifað það).

Freyr náði sér í sitt fyrsta kvef fyrir vestan og kræktu báðir foreldrar hans sér í það líka. Þeir kvörtuðu þó meira en sá stutti þó svo að það geti verið erfitt að sjúga þegar nefið er hálfstíflað. Foreldrarnir eru enn að ræskja sig og sjúga upp í nefið en Freyr virðist vera búinn að hrista þetta af sér.

Það var vægast sagt misviðrasamt á Ísafirði, eða réttara væri kannski að segja skjótviðrasamt því að það var ekki hægt að draga neina ályktun af því hvernig veðrið yrði næstu tímana af því að líta til veðurs. Síðasta daginn löbbuðum við t.d út á Eyri í smá rigningu en ekki miklum vindi, fórum svo á búðarölt og bakarísheimsóknir í sól og smá vindi, hugðumst labba heim seinnipartinn á móti vindinum sem hafði aukist en þar sem var þurrt töldum við það ekki koma að sök en við vorum ekki komin langt þegar fór að mígrigna með rokinu. Þá fundum við strætóstoppistöð og biðum þar í ca 20 mínútur og á þeim tíma hafði stytt upp, farið að snjóa, lægt, hvesst, birt til, dimmt yfir og sjálfsagt eitthvað fleira - en heim, inn í Fjörð, komumst við að lokum í grænum strætisvagni.

Hrönn er vís til með að skrifa eitthvað meira um þessa ferð - en ég lofa engu.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já snilldar veðurlýsing spurning um að leggja þetta fyrir sig ?? hehehe. kveðjur úr "Beverlyhills"

Nafnlaus sagði...

hæhæ. Já þið hafið náð að næla ykkur í hor þrátt fyrir að heimsækja okkur ekki. Oddur Ingi er allur að koma til, enda héldum við honum heima alla síðustu viku til að geta haldið upp á afmæli í gær ;) Gaman að heyra hvað drengurinn dafnar vel! Freyr verður vonandi ekki búinn að bæta á sig mörgum kílóum áður en við fáum að sjá litla manninn. Kveðja úr Áslandinu.

Nafnlaus sagði...

Ég geri ráð fyrir að einhverjar myndir hafi verið teknar í ferðinni ;)
Það var annars að gaman að sjá ykkur á flugvellinum, þó stutt væri.

Nafnlaus sagði...

Ég er farin að sakna soldið að sjá nýjar myndir af honum Frey. Ég þreytist reyndar ekki á að skoða myndirnar af honum, stolta foreldra og ekki síður ömmurnar og afana og hina ættingjana sem eru allir svo glaðir og ánægðir með honum Frey

Nafnlaus sagði...

Veiii! takk fyrir nýjar myndir. Hann hefur alveg tútnað út strákurinn.