26. september 2008

Vetrarrútína

Jæja gott fólk. Ég þurfti hreinlega að hringja í Svenna og spyrja hvernig maður á að blogga það er svo langt síðan að ég hef gert það! Það er allt fínt að frétta af okkur. Vetrarrútinan komin á Freyr búinn að vera í bráðum mánuð á leikskóla og það gengur bara mjög vel, ekkert vesen á honum. Hins vegar ef hann er spurður útí skólann svarar hann alltaf eins ,,skoli búinn bili". Vetrarrútínan hjá Svenna er svo sem bara eins og sumarrútínan, vinna og Björgunarsveit, nema að hann er að gera tilraun til að synda á morgnana. Það eru meiri öfgar hjá mér, á sumrin geri ég ekki rassgat í allt of langan tíma en á veturna er allt í gangi. Ég vinn þó bara til 14:30 og sæki Frey þá en svo er ég að þjálfa hóp kvenna í blaki tvisvar í viku og æfi sjálf tvisvar í viku með 2. deild. Svo ætla ég að koma mér af stað í ræktina tvisvar í viku. Til þess að bæta fyrir alla þessa kaloríubrennslu er saumaklúbbur annan hvern fimmtudag. Síðan fer ég á fundi hjá Fræðslunefnd á Reyðarfjörð annan hvern miðvikudag. Ég prísa mig sem sagt sæla og meira en það fyrir að vera búinn með námið í bili eins og Freyr myndi orða það! En ég verð að segja að mér finnst vetrarrútínan mun skemmtilegri en sumarrútínan ;-)
Freyr er mjög kátur, hann blaðrar alveg óskaplega mikið og gefur bara í eftir að vera byrjaður í leikskóla. Honum finnst mjög gaman að hlusta á ýmis lög og alltaf þegar hann sest uppí bíl segir hann ,,fallega Steina núna!" og er það þá lagið ,,fann ég á fjalli" sem við þurfum alltaf að vera tilbúin með í græunum. Upp á fjall er í miklu uppáhaldi með látbragði og öll lög þar sem við höfum tækifæri til að segja ,,hei" eru mjög skemmtileg.
Ég skrapp til Akureyrar um síðustu helgi að hitta hana Bryndísi vinkonu en hún kom keyrandi frá Króknum. Þetta var hin skemmtilegasta helgi hjá okkur eins og við var að búast, lágum í heitum potti í marga klukkutíma og fengum m.a. nudd frá stæltum karlmanni og andlistmaska frá kurteysri stelpuskjátu, fórum í leikhús, í bakarí, út að borða og í búðir, þetta síðarnefnda var aðeins og tímafrekt fyrir draumaferðina okkar og ætlum við að minnka það í næstu ferð.
Framundan er vonandi nokkuð róleg helgi, með berjartínslu ýmisskonar, tiltekt, nokkrum verkefnum í húsinu, leik, söng og sjónvarpsgláp.
Hafið það gott sömuleiðis

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Húrra!

Unknown sagði...

Takk fyrir síðast! Er þegar farin að hlakka til næstu ferðar og er að æfa mig fyrir pottamet, 4,5 tími ætti að duga :-) kveðja, Bryndís.

Unknown sagði...

Jahúúúú´gaman að fá blogg ....kíki nú á myndir ! Sjáumst

Nafnlaus sagði...

En gaman að fá fréttir af ykkur og myndir. Ég dauðöfunda ykkur Bryndísi af vinkonuhittingnum. Væri sko alveg til í svona lagað við tækifæri.

Nafnlaus sagði...

Gaman að skoða myndirnar og lesa.
Það er nú ekki slæmt að vera tengd við þessa "fallegu steina" sem Freyr er svona hrifinn af :)
Bestu kveðjur, Steina amma.

Nafnlaus sagði...

Nei sko, ennþá einhverjir sem nenna að kíkja :-)

Hrönn