Hafliði er ný kominn úr 3 mánaða skoðun, nákvæmlega 14 vikna gamall. Hann er stór strákur eða 6,78 kg, 64 cm og höfuðmál 43. Hann fór líka í bólusetningu og læknisskoðun sem gekk alltsaman vel, nema að hann fann greinilega svolítið fyrir bólusetningunni þegar hann vaknaði eftir lúrinn áðan. Grét stjórnlaust í einhvern tíma en virðist vera orðinn góður núna eftir að hafa fengið stíl. Annars er það að frétta af Hafliða að hann þroskast mjög ört núna í kringum þriggja mánaða aldurinn. Hann er farinn að brosa stöðugt, spjallar mjög mikið og í gær fór hann að teygja sig meðvitað eftir dóti sem hangir fyrir ofan hann og reyna að stinga því í munninn. Hann er líka allt í einu orðinn duglegur á maganum en fram að því var hann ekki að meika það að lyfta hausnum í þeirra stöðu.
Freyr fékk rör í eyrum á miðvikudag. Ég er ekkert sátt við hvernig staðið var að svæfingunni og vöknuninni en minn var sko ekki sáttur og þurftum við að halda honum hágrátandi og þröngva svæfingargrímunni á hann, ekkert notalegt. Hann vaknaði líka hágrátandi og var ég ekki hjá honum fyrstu mínúturnar, en það þurfti að sækja mig uppá aðra hæð. En eftir að koma heim varð hann alveg eldhress og fann ekkert meira fyrir þessu. Ég held svei mér þá að hann sé orðinn skapbetri eftir að hafa fegnið rörin.
En nú þarf ég að skreppa og sækja stóra strákinn minn. Verð kannski pínu dugleg að skrifa fréttir, hver veit.
Hrönn
2 ummæli:
Þeir frændurnir litlu eru sennilega bara orðnir jafnstórir, Hafliði semsagt búinn að ná stóra frænda ;-)
Mér finnst Kári og Hafliði rosalega líkir á myndinni af þeim saman. Og rembingskossamyndin af Frey og Gunnsteini er snilld :-)
Sama lýsingin og þegar ég fór með Rebekku í röravesen fjórum sinnum á læknastofu í Rvk. Rosa fínn læknir sem hún hafði, sem betur fer alltaf sá sami og þegar ég kvartaði yfir þessu með svæfingarnar var tjáð að svona væru bara svæfingarnar.... hún sofnaði brjáluð og vaknaði verri :o/
Ömurlegir dagar, vonandi sleppið þið bara vel og þurfið ekkert aftur með hann :o)
Skrifa ummæli