5. janúar 2006

Frágangur loftplötu


Nú er unnið á fullu við frágang og járnabindingu á gólf/loftplötunni. Raflagnateikningar voru að berast þannig að nú komast rafvirkjarnir vonandi fljótlega í að leggja rör milli rafmagnsdósanna sem komu í forsteyptu plötunum. Pípararnir þurfa svo líka að leggja neysluvatnslagnir í plötuna.

Ég er að vonast til að geta steypt plötuna sem fyrst í næstu viku.

Engin ummæli: