10. janúar 2006
Gólfplata efri hæðar steypt
Í gær (9.janúar 2006) var gólfplata efri hæðarinnar steypt. Undirbúningur þess hefur staðið síðustu vikur. Það gekk vel og "glattaði" Þorvarður múrarasonur fyrir okkur bílskúrsgólfið, því verki lauk klukkan 6 í morgun. Bílskúrsgólfið ætti því að vera tilbúið og frágengið, enda voru lögð í það hitarör þannig að ekki þarf að leggja í það aftur þeirra vegna.
Nú er bara að vona að frost næstu daga eyðileggi ekki steypuna. Verið er að plasta fyrir glugga á neðri hæðinni og koma fyrir hitunartækjum til þess að freysta þess að hægt verði að hita neðri hæðina nógu vel upp til að platan haldist frostfrí.
Fyrri gámurinn með húsinu frá Kanada kom á staðinn í dag, þannig að nú fer vonandi að líða að því að efri hæðin rísi. Smiðir koma líklega fyrir helgina til að reisa húsið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli