12. janúar 2006

Plötu haldið heitri

Síðustu daga hefur verið kynt vel á neðri hæðinni hjá okkur til að halda loftplötunni frostfrírri, það virðist hafa gengið ágætlega, a.m.k. bráðnaði snjórinn af plötunni (ofan af yfirbreiðslunum) þó að nokkurt frost væri.

Í dag er svo hlýrra þannig að ekki þarf að kynda í dag. Á morgun gæti svo fryst aftur en það er spurning hvort ekki er nógu langt um liðið síðan steypt var, þannig að óþarfi sé að kynda.


Kynt hefur verið með gasofni, steinolíuofni og "master"-blásara (steinolía og rafmagn).

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

JI þetta er bara farið að líta út eins og hús!