Nú er allt að gerast.
Á laugardaginn komu smiðir að sunnan og byrjuðu á því að taka út úr gámnum. Út úr honum komu einingarnar í húsið ásamt fleiru.
Á sunnudaginn unnu þeir svo við að koma fyrir "fótreiminni", þ.e. plönkum sem leggjast ofan á gólfplötuna og einingarnar leggjast svo ofan á.
Í dag er svo verið að hífa einingarnar á sinn stað. Það hófst um hádegi í ágætis veðri, litlum vindi en kólnandi (eftir rigningu morgunsins). Nú er aftur á móti farið að hvessa og er það ekki alveg besta veðrið í svona vinnu. Ég vona bara að þetta klárist áður en það hvessir meira.
Ég reyni að koma inn myndum í fyrramálið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli