18. janúar 2006

Það hefur aldrei orðið svo hvasst að það hafi ekki lægt aftur.

Ég var reyndar farinn að efast um þetta á tímabili í gær þegar vindhraðinn fór upp í 45 m/s í hviðum skv. sjálfvirkum mæli Veðurstofunnar.
Hálfuppsetta húsið okkar fékk því aldeilis prófraun strax daginn eftir að veggirnir voru settir upp. En það stóðst þetta, þannig að ég reikna með því að við getum treyst því að þetta hús standist flest veður.

Í dag voru sperrurnar svo hífðar á sinn stað og festar. Þannig vildi til að við fengum kranamann ekki nema í tæpa tvo tíma í morgun (fengum að hafa kranann í allan dag) og eftir nokkra árangurslausa leit að hæfum kranamanni sá ég fram á það að neyðast til að gera þetta sjálfur. Þetta gekk allt stóráfallalaust fyrir sig, enda er ég nú næstum því með próf á bílkrana (a.m.k. bóklegt).

En sperrurnar eru sem sagt komnar upp og húsið farið að taka á sig mynd.
Talandi um myndir, þá fylgja nokkrar hér með, og svo bendi ég á myndasíðuna mína: community.webshots.com/user/sveinnh/ þar er albúm sem kallast húsbygging.






2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis að þetta skotgengur þessa dagana. Húsið verður orðið vel partýhæft þegar ég kem austur ;)

Nafnlaus sagði...

ótrúleg mynd að komast á þetta hjá ykkur! Hlakka til að sjá þegar það er tilbúið! ótrúlega fyndið að til að kommenta hér þarf maður að geta lesið skakkskrift...