Já ég er víst kominn heim aftur - fyrir nokkuð löngu síðan, var bara viku þar.
Ég hef auðvitað verið vinna í húsinu og hef ég náð að afkasta nokkru. Það eru t.d. komnir karmar og gereft (hvað heitir það annars á íslensku?) í kringum báðar rennihurðarnar og þeim merka áfanga var náð í gærkvöldi að hægt að kveikja og slökkva ljós að vild með rofum í öllum herbergjum (bílskúrinn undanskilinn).
Hrönn ákvað að reyna að beita einhverri skipulagstækni á mig sem hún hefur verið að læra og nú hanga verkefnalistar út um allt hús handa mér - ég fæ aldrei að slappa af.
Einhverjir hafa nú verið að biðja um myndir - en mér virðist vera algjörlega fyrirmunað að muna eftir að taka myndavélina með mér í vinnuna til að hlaða inn myndum. Ég gæti svo sem gert það heima - en þar fæ ég ekki að setjast niður nógu lengi. En þetta hlýtur að hafast fljótlega (að muna eftir að senda inn myndir).
1 ummæli:
Myndir! Myndir! Myndir!
Þú verður bara að laumast til að slappa af þegar Hrönn er fjarverandi. Passa sig samt að vera að gera e-ð þegar hún fer og þegar hún kemur heim;)
Skrifa ummæli