15. nóvember 2006

Í B'ham

Sælt veri fólkið.
Nú er ég búinn að vera 2 daga í Birmingham á UKOUG 2006 Conference and Exhibition. Þetta er stíft prógramm, fyrirlestrar frá morgni til kvölds. Í gærkvöldi rölti ég aðeins um miðbæinn, það er búið að setja upp jólaskrautið á göngugötunum og er þetta bara að vera nokkuð jólalegt hérna verð ég að segja. Ekki er þó snjór hérna til að skapa stemminguna en mér skilst að hann vanti ekki heima á Norðfirði þessa dagana, það hefur víst verið nánast látlaus snjóbylur síðan ég fór. Það er svo sem ágætt að vera laus við það þó svo að ég hafi ekkert á móti snjó, að moka snjó finnst mér t.d. bara alveg þónokkuð skemmtilegt og gefandi starf ;-). Það er verst að vera ekki heima til að Hrönn greyið þurfi ekki að standa í því að moka bílinn inn í og út úr bílastæðinu.

Hérna koma svo nokkrar myndir teknar á símann minn hérna úti (smella á myndina til að opna albúmið).

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta fer að verða ansi langur tími í Birmingham!

Svenni sagði...

Það voru nú töluverðar líkur á því að drukkna í mannhafinu í verslunarmiðstöðvunum - þannig að ég tel mig bara nokkuð heppinn að hafa sloppið heim í nokkuð góðu ástandi (a.m.k. ekki í verra ástandi en áður).