13. nóvember 2006

Á ferð og flugi

Ekki varð mikið úr því að klára rafmagnsmál um helgina - rofarnir og dimmarnir sem vantaði komu ekki í tæka tíð. Ég flýtti líka fluginu suður vegna slæms veðurútlits. Ég flaug því suður á laugardaginn og er núna á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir fluginu til London. Það er nú hinn mesti munur að hafa þráðlausa nettengingu á flugvellinum þegar maður er einn á ferð og með fartölvuna í "vasanum".
Ég er rétt að vona að mér verði hleypt inn á ráðstefnuna því að eitthvað misskildu Bretarnir mig þegar ég var að reyna að afpanta svokallaðan "event dinner" sem ég hafði bókað með ráðstefnunni. Ég ákvað nefnilega til öryggis að kíkja á bókunina (fyrir ráðstefnuna) á netinu og þá stóð bara þar stórum stöfum CANCELLED. Ég fékk svo staðfestingu á því að "mér hefði verið aflýst" :-(
En það á að reyna að laga þetta ASAP. Ég finn mér þá bara eitthvað annað að gera í Birmingham í heila viku ef það tekst ekki.

En jæja - best að fara að skoða sig um í flugstöðinni - það er nú ekki langt síðan ég var hérna síðast (í ágúst) og þá var búið að breyta ýmsu. Nú er svo komið að maður lendir beint inn í fríhafnarbúðinni þegar maður kemur úr öryggistékkinu, og þarf ábyggilega að kaupa eitthvað þar til að komast áfram að hinum búðunum og kaffihúsunum. Og nú er sem betur fer komið aðeins meira úrval af kaffihúsum/veitingastöðum en var áður þegar okurterían réði lögum og lofum. Var einmitt að renna niður Swiss Mokka og gulrótarköku frá Kaffitári.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist þú bara vera talsvert duglegri að blogga en ég :-)

Unknown sagði...

Það er nú ekki erfitt

Nafnlaus sagði...

Já hvernig væri að þið færuð bara í keppni?

Nafnlaus sagði...

Þið hafið greinilega slæm bloggáhrif á hvort annað en þá er allavega von á góðu þessa vikuna :)