Ýmislegt hefur drifið á daga okkar hjónaleysa á nýliðnu ári og þetta ár á eflaust eftir að verða enn viðburðaríkara. Húsbyggingin tók mestallan okkar tíma á árinu enda áorkaðist heilmikið á því sviðinu, hér kemur upptalning á því helsta:
- Um áramótin 2005-2006: verið að ganga frá járnabindingu og lögnum í gólfplötu efri hæðarinnar.
- 9.jan 2006: Gólfplata efri hæðar steypt.
- 16.jan 2006: Veggeiningar efri hæðar settar upp.
- 19.jan 2006: Flaggað þegar allar þaksperrur voru komnar upp, reisugilli 20.jan.
- Byrjun febrúar: Efri hæðin fullfrágengin að utan.
- Febrúar - mars: Loftið einangrað, gengið frá rakasperru og bílskúr klæddur með gifsi.
- Apríl: Gengið frá lektum á veggi og loft efri hæðar, rafmagnsrör og dósir á báðum hæðum.
- Fyrri hluti maí: Hitalagnir í gólf á báðum hæðum og lagt í gólfin.
- Seinni hluti maí: Innveggir klæddir með gifsi/spónaplötum, neðri hæð klædd að utan.
- Lok maí: Stigi á milli hæða settur upp.
- Júní: pípulagnir, klósett sett upp, loft máluð og veggir grunnaðir.
- Júlí: Veggir málaðir, sturtuklefa og baðkari komið fyrir, eldhúsinnrétting sett upp, rafmagn lagt víða, parket lagt á fyrsta herbergið
- Byrjun ágúst: Klósettkassinn á efri hæðinni flísalagður og skálinni komið fyrir -> húsið orðið íbúðarhæft. Sváfum fyrstu nóttina í nýju húsi aðfararnótt 5.ágúst. Innflutningspartý 5.ágúst (verslunarmannahelgi).
- Miður ágúst: Skruppum til Tyrklands í afslöppunarferð (kærkomin hvíld).
- Lok ágúst: Parket lagt á stofu, eldhús, annað herbergi og hol, rafmagnsvinna víða.
- September: Baðherbergið á neðri hæðinni tekið í notkun, garðurinn sléttaður, rafmagnsvinna.
- Október: Andyri flísalagt, stofuhúsgögn sett upp, rafmagnsvinna.
- Nóvember: Svefnherbergi parketlagt, nýtt hjónarúm keypt og við flytjum í hjónaherbergið, rafmagnsvinna, gólflistar og fleira.
- Desember: Gólflistar, gerefti á efri hæð og almennur frágangur fyrir jólin.
Svo skulum við nú ekki gleyma áætlaðri fæðingu barns okkar nú seinnipartinn í janúar þannig að þetta ár verður örugglega ekkert rólegra en það síðasta.
Nýárskveðja
Svenni og Hrönn
2 ummæli:
Og hvað er svo að frétta? Hvernig er nýja árið að fara með ykkur? Hvernig hefur Hrönn það? Þarf ég að hringja í ykkur til að fá fréttir!? ;)
Þetta mun klárast fyrir fermingu frumburðarins :)
kv Stína
Skrifa ummæli