Nú erum við aðallega í því að bíða eftir nýjum íbúa með lögheimili að Þiljuvöllum 9. ETA (Estimated Time of Arrival) er 23.jan þannig að þetta ætti nú að fara að styttast. Enn hægir á húsbyggingarframkvæmdum. Hjá mér er fullmikið að gera í vinnunni - ýmislegt sem ég þyrfti helst að klára áður en ég fer í feðraorlof, en það hefur allt sinn gang.
Helstu afrek á håndværker-sviðinu síðustu daga hafa verið uppsetningar á ljósum. Hrönn hélt saumaklúbb í síðustu viku og var mér sett fyrir það verkefni að klára að koma upp ljósunum í stofunni - þessar kéllingar þurfa nú að hafa góða lýsingu til að sjá til við saumaskapinn ;-) Þetta tók mig hátt í heilan vinnudag (sem allur var unninn kvöldið fyrir klúbbherlegheitin), enda eru samtals 12 ljós í loftinu á stofunni - og enn á eftir að setja upp 7 í viðbót en það er seinni tíma vandamál. Síðustu 2 kvöld hafa svo farið í að setja upp ljós á neðri hæðinni, í barnaherberginu og hjónaherberginu.
Auður er án efa afkastamest þeirra saumaklúbbskvenna í saumum og kom færandi hendi á dögunum með heimasaumað "stuðpúðasett" í barnarúmið og himnasæng sem var sett upp í gær þannig að nú er allt að verða tilbúið fyrir heimalinginn - takk Auður.
Hrönn er komin með það skjalfest að nú sé hún orðin fullkomlega "vanfær" og skilst mér þá að ég eigi að vera sveittur við að skúra og ryksuga alla daga (sem hún virðist hafa átt að vera að gera hingað til) - verkaskiptingin á heimilinu hefur nú sem betur fer ekki verið það skýr að þetta sé alveg nýtt fyrir mér.
5 ummæli:
Vá hvað Auður er dugleg. Og reyndar þú líka í húsbyggingunni. Frétti að ég sé komin á sms lista hjá ykkur og bíð nú spennt eftir fréttum. Gangi ykkur vel þegar stóra stundin rennur upp.
jæja..nennið þið að drífa í þessu? Það eru svo góðar útsölur núna á barnafötum og dóti!.... koma svo!
Olla ef þú ert að bíða eftir kyninu til að fara á útsölur er það óþarfi, grænt, brúnt, gult og appelsínugult er í miklu uppáhaldi hjá okkur :-)
Ef þið eigið e-r föt frá því þið voruð lítil þá eru þau pottþétt í þessum litum:) Sérstaklega brún og appelsínugul. Og já hún Auður er nú með duglegasta móti þykir mér. Vildi óska að ég væri svona dugleg. Og svo vona ég að ég sé á þessum sms lista. Kærar kveðjur og gangi vel:)
Verði ykkur að góðu kæru vinir!
Skrifa ummæli