22. janúar 2007

Heimalingurinn

Í dag fjölgaði um einn íbúa á Þiljuvöllum 9 - strákur fæddist laust fyrir klukkan 15 að staðartíma. Fæðingin gekk bara nokkuð vel miðað við fyrsta barn (segja þeir sem hafa vit á því). Stráksi mældist 3,9kg (tæpar 16 merkur) og 51cm. Móður og barni heilsast vel - föðurnum heilsast líka ágætlega, takk fyrir að spyrja ;-)

Myndir:

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku vinir!
Innilega til lukku með þennan líka fína pilt! Gott að vera komin með nýjan granna! Hlökkum til að sjá ykkur..gangi ykkur sem allra allra best elskurnar!
Bestu kveðjur
Auður,Daði og Dagbjartur!

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með snáðann. Ég vildi að ég væri komin til að knúsa hann og ykkur líka.
Kær kveðja, Nýbakaða amman :-)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju. Ég hlakka mikið til að kynnast honum betur.

Unknown sagði...

Ja so til lukku með þennan myndarlega pilt, þetta er sko myndarlegur ættingi. Kveðja, Bryndís.

Nafnlaus sagði...

Já vá...myndarpiltur! Hlökkum til að sjá hann. Hélt það yrði um páskana en verður kannski ekki fyrr en í sumar.

TIL HAMINGJU!

Kv. Norskafrænka og Borus M

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prinsinn. Árni sagði mér í gær að hann væri búinn að eignast bróður :) ( smá misskilningur)

Kv Kristín

Nafnlaus sagði...

Til lukku með strákinn, mér sýnist þetta vera myndar piltur og foreldrarnir taka sig bara vel út!!
Bestu kv. Sigga Þrúða frænka og co

Nafnlaus sagði...

Kæru nýbökuðu foreldrar
Til hamingju með þennan myndarlega mann!
Kveðjur
Gunnsa frænka

Nafnlaus sagði...

Vá þetta er sko glæsipiltur! Innilega til hamingju enn og aftur. Hlakka til að fylgjast með honum og vona að hann sjái sér fært að kíkja í heimsók í sumar:) Kær kveðja frá Odense. (Fæ samt pínu minnimáttarkennt hérna í kommentakerfinu að vera ekki blóðskyld honum).

Unknown sagði...

Hann er yndislegur! Hlakka svo til að koma og knúsa hann. Ég vil meina að hann hafi nefið frá Hrönn og munnsvipinn frá Svenna og vonandi hefur hann gáfurnar og geðslagið frá Eygló frænku ;)
vona að allt gangi vel.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með drenginn. Vona að öllum heilsist sem best áfram.
Bestu kveðjur,
Dagbjört Jóhönnusystir

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ öll þrjú og innilega til hamingju.. heilsist ykkur sem best, gangi ykkur vel í foreldrahlutverkinu og ekki gleyma að njóta næstu daga þó þeir verði vafalítið stremnir. Hlakka til að sjá frænda í febrúar. kv. Salný og co

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með drenginn, kveðja Valdís

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með prinsinn og takk fyrir að deila með okkur myndum. Gangi ykkur sem allra best.
Áslaug , Ari og krakkarnir á Blómsturvöllum

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með litla prinsinn! Okkur sýnist hann vera fínasta blanda :) Gangi ykkur vel í nýja hlutverkinu og vonandi hefur litli drengurinn það gott!Kær kveðja Guðrún, Friðbörn og Oddur Ingi.