Nenntum ekki að hanga lengur á fæðingardeildinni og komum heim í gær. Það fer auðvitað dável um okkur í fína húsinu og sýnir sonurinn öllum fínu ljósunum sérlegan áhuga (pabbanum til mikillar ánægju). Sá stutti er bara nokkuð vær og sefur mikið (síst reyndar á nóttunni).
Hér eru svo nokkrar myndir í viðbót:
6 ummæli:
hæhæ.. hann er nú meira krúttið þessi drengur, algjörlega ómótstæðilegur og lífsreyndur mjög, búinn að fara í bað, prófa snuð og ég veit ekki hvað...
gangi ykkur áfram vel.. fer að hringa hvað úr hverju.. kv. SAlný
Hann er nú bara æði þessi strákur. Takk fyrir nýjar myndir.. ég er sko búin að kíkja oft á dag he he he. Hlakka til að kíkja á ykkur aftur. hafið það sem yndislegast!
knús Auður
þvílíka rúsínan...nú fer maður að bíða enn spenntari þegar maður fylgist með ykkur svona nálægt. hehe nokkrar vikur enn... Bestu kveðjur ofan af Blvöllunum.
Drengurinn er greinilega sonur pabba síns. En gott að hann er með langa, gáfulega hnakkann úr okkar ætt.
Harpa móðursystir
Jedúminn hann er algjör snúlli og rassgatarófa!!!! Þið verðið bara að afsaka. Ég hef ekkert nema heimskuleg dúlluorð að segja þegar ég skoða svona fallegt lítið fólk!
Til hamingju elsku Hrönn og Svenni með þennan myndarlega dreng! Jii hvað hann er sætur. Er ekki frá því að það sé nú svolítill Zoega svipur á honum, og það er sko ekki slæmt!! :) Nú verð ég daglegur gestur hér á þessari síðu, svo þið verðið að vera dugleg að setja inn myndir. Kíki svo á ykkur mars. Gangi ykkur vel og enn og aftur til lykke :)
Skrifa ummæli