28. janúar 2007

Og hvað á barnið að heita ???

Eftir talsverðar bollaleggingar þá fannst okkur nafnið Freyr henta heimalingnum ágætlega. Hann mun heita fullu nafni Freyr Sveinsson Zoëga.
Nafninu tekur hann bara vel, er alveg sérlega stilltur og prúður þessa dagana, nú er hann farinn að taka hraustlega til matar síns af sérréttum "mjólkurbús mömmu" og rétt rumskar á nóttunni til að belgja sig út. Pabbinn þykir standa sig nokkuð vel í bleijuskiptum og naflahreinsunum - já og svo stendur handboltalandsliðið sig líka ágætlega í að hafa ofan fyrir foreldrunum í orlofinu.
Freyr litli var 2ja tíma gamall þegar hann horfði (reyndar sofandi) á sinn fyrsta handboltaleik (Ísland-Frakkland) og þykir ljóst að þessi nýji stuðningsmaður var það sem liðið vantaði.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þó að ég sé auðvitað MIÐUR MÍN yfir að þið skylduð ekki líka láta hann heitar Breki...Freyr Breki....helst Freyr Breki Alexander...þá er ég annars MJÖG sátt við nafnið á litla frænda :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nafnið. Það er gullfallegt eins og drengurinn sjálfur og fer honum vel. Hlakka svo til að sjá fleiri myndir af honum Frey:)

Nafnlaus sagði...

Já, Freyr frændi er flottur. Ég get endalaust skoðað myndirnar af honum, en nýjar myndir eru alltaf vel þegnar ;) Voru ekki teknar einhverjar ömmumyndir um daginn?

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með nafnið sem er mér mjög tamt enda heitir bróðir minn það að seinna nafni :o)
Hljómar mun betur en þær hugmyndir sem "Eastenders" komu með í vikunni þegar gjafaafhendingin fór fram hehehe... gott og gaman að heyra að vel gengur kv Áslaug.

Nafnlaus sagði...

Fallegt nafn á fallegum dreng. til hamingju með það og greinilegt að það hefur ræst úr matvendinni sem hann tók upp á fyrir helgina.. heyrmust aftur bráðum. kv. SAlný

Úrsúla Manda sagði...

Til hamingju með fallega nafnið litli kútur... og áfram Ísland :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nafnið. Virðulegt nafn sem hæfir virðulegum dreng.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nafnið á drengnum. Hann er ekkert smá yndislegur.
Kær kveðja, Þórey Leifs

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta fína nafn Freyr. Mér finnst það mjög fallegt og sérstaklega þegar það stendur svona eitt og sér! Verð að fara að kíkja í heimsókn.
knús frá mér!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með drenginn fallega og þetta fína nafn á honum ! Kveðja Þóra, Palli og tvíburarnir nafnlausu.

Nafnlaus sagði...

kehgbsfghsmnbarnaaaaaaaar
vvvvv

freyr

Bestu kveðjur frá Kára stórafrænda

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nafnið öll sömul. Gaman að geta fylgst með úr fjarlægð fyrir forvitið fólk eins og mig.
Gangi ykkur allt vel,
Dagbjört Jóhönnusystir

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir öll sömul. Við urðum að standa okkur í nafngiftinni þar sem það myndaðist ótúleg pressa á okkur að koma með nafn strax á fyrsta degi ;-)

kv. Hrönn