31. janúar 2007

Og mamman lifir

Ég vildi ekki vera að flækja málin með því að blogga barnablogg inná mína síðu (eða blogga þar nokkuð yfirhöfuð) þótt að Svenni sé alltaf að reyna að fá mig til að blogga þar.
Eins og komið hefur fram þá gengur allt voða vel hjá okkur. Þessi elska gerir lítið annað en að drekka og sofa og upp á síðkastið kúka nokkrum sinnum á dag enda safnaði hann í heila viku. Við njótum því lífsins í botn, ég sef til svona 10 hálf 11 á morgnanna á meðan að Svenni vinnur hér heima til 12. Ég byrja daginn alltaf á langri og góðri sturtu og nýt þess sko í botn ef ske kynni að dag einn verði það meira mál að geta skroppið svona frá.
Freyr tekur sér oftast hátt í klukkutíma til að drekka orðið, tæmir vandlega bæði brjóstinn ef hann er í stuði og steinrotast eftir það. Við treystum því á að hann muni dafna vel og ná fljótlega fæðingarþyngd sinni þannig að hann getir farið í smá göngutúra þegar vel viðrar.
Við vorum einmitt að panta okkur bason roma vagn í gær þannig að við erum tilbúin. Pöntuðum líka dúnkerrupoka frá Reyni langafa.
Freyr er sko búinn að fá fullt af flottum gjöfum, við förum í pósthúsið á hverjum degi, ekkert smá gaman. Við viljum þakka kærlega fyrir okkur en strákurinn fer að eiga góða blöndu af fötum fyrir allt fyrsta árið sitt.
Á morgun ætlar hún Hanna Sigga að koma og vigta pjakkinn, veit svo sem ekki hvað hún gerir meira, kannski er hún til í að skúra gólfið fyrir okkur.
jæja læt þetta duga í bil. Takk fyrir alla kveðjurnar og innlitin.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá barnablogg frá mömmunni líka :) Ég alveg sit um síðuna og skoða myndirnar oft á dag, er svolítið spennt yfir þessu... Er að plana ferð austur, heyri í ykkur á eftir til að fullkomna planið. Fyrir þá sem eru áhugasamir um myndir af pjakknum (Frey sko) bendi ég á www.123.is/raudholar
Bestu kveðjur,
Eygló spennta frænka

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með litla prinsinn, hann er algjört æði og greinilega draumabarn :)

kveðja

Guðrún Sigríður, Óli og bumbubúinn

Nafnlaus sagði...

Hejsa.. takk fyrir göngutúrinn í gær ljúfan.. svolítið skrýtið að vera svona barnlausar á röltinu.. en alveg nauðvynlegt inn á milli. Sjáumst!
kv Auður

Nafnlaus sagði...

Frábært þetta net maður fær að fylgjast svo vel með.
Flottur strákur og til hamingju með nafnin.
Fæ vonandi að sjá ykkur í næstu Reykjavíkurferð.

kv Kristín og co.