Nei ég er ekki með nýjustu tölur úr Hafnarfirðinum ef þið hélduð það. Ég ætla bara rétt aðeins að láta ykkur vita hvað strákurinn hefur stækkað. Hann fór í 9 vikna skoðun á föstudag og mældist þá 5,9 kíló og 61 cm, höfuðmálið var 42 cm. Hann er nokkuð vel yfir meðaltalinu en samsvarar sér bara vel pilturinn. Ég hallast reyndar að því að þetta meðaltal eigi ekki við nútíma íslensk börn sem eru að jafnaði vel haldin.
Svo vil ég nú bara biðja hana Eygló mágkonu mína afsökunar, uss auðvitað hitti ég hana og hún færði Frey meiri að segja forláta athyglisjúkt epli og dýrabók. Eygló myndi sko ekki láta sig vanta þar sem Freyr er annarsvegar. Svo hittum við líka Óla og það þrátt fyrir að Gettu betur væri í sjónvarpinu.
Kveð að sinni
3 ummæli:
Takk fyrir síðast...Já stór strákur þarf nú endilega að fara að skoða hann betur heldur en bara í vagninum :o)mín dama er soddan písl eitthvað þó hún sé svosem engin písl.
kv Áslaug og gengið í Beverlyhills.
Afsökunarbeiðni tekin til greina ;)Og já, tölurnar úr Hafnarfirði komu bara vel út :)
Ég sé í fréttum að það er rjómablíða hjá ykkur núna. Hvernig tekur Freyr frændi sig út á stuttbuxum? Spurning hvort ég næ í rassinn á blíðunni á morgun.
Góða ferð á Ísafjörð, hitti ykkur kannski á heimleiðinni.
Skrifa ummæli