.... eru kannski ekki svo nýjar, síðan á föstudaginn. Freyr mældist í þriggja mánaða skoðun 6,45 kg og 62 cm - hann hefur því aðallega stækkað á þverveginn síðan síðasta mæling fór fram.
Annars er bara allt gott að frétta, móðirin hefur verið upptekin við lærdóminn síðustu vikur, kláraði ritgerð á föstudaginn og tók til að "heimapróf" á um helgina. Faðirinn dundar við "home improvement" þegar drengurinn sefur, gólflistar og gluggatjöld voru helstu verkefni helgarinnar. Svo er alltaf verið að hugsa um garðinn. Grjóthreinsun gengur hægt og örugglega (verður lokið síðla sumars 2015 með sama áframhaldi) en í gærkvöldi mætti Daði grár fyrir járnum með keðjusög og saxaði niður gömul tré sem voru neðan við lóðina, þau þóttu of gömul og lúin til að halda upp á þau lengur. Nú er sennilega eins gott að fara að koma niður nýjum trjám til að þetta verði ekki eins eyðilegt allt saman.
Við erum búin að panta okkur flugferð til Danmerkur í lok júní, nýtum okkur flug Iceland Express frá Egilsstöðum, það munar talsverðu að þurfa ekki að þvælast suður til þess eins að skreppa til Köben. Við verðum tæpan hálfan mánuð og stefnum auðvitað að því að heimsækja Jóhönnu og fjölsk.
6 ummæli:
Jahá ég sé að Freyr er að spretta langt fram úr Hafrúnu Kötlu í ferðamannaskólanum hún er þó búin að fara bæði til Reykjavíkur og Akureyrar á fyrstu 6 vikum ævinnar og stefnir á aðra Reykjavíkurferð nú á viku 9.
Já það er af sem áður var ...
bestu kveðjur úr Beverlyhills en nýjustu tölur þaðan eru væntanlegar í vikulokin.
Eru ekki til einhverjar myndir af Frey frænda á stuttbuxum í góða veðrinu? Það er nú ágætt að venja hann svolítið við fyrir Danmerkurferðina :)
hæbbs og takk fyrir síðast..
,ferlega svekkt að hafa ekki haft myndavélina með í morgun þurfum nú bara að hittast og mynda þau saman Frey og Hafrúnu Kötlu gaman upp á seinni tíma.
kv Áslaug
já það var mjög fyndið hvað stærðarmunurinn var mikill, gott fyrir Frey að eiga þessar myndir þegar Hafrún nær honum á þeim aldri þar sem stelpur eru svo oft stærri en strákar (frá 6 og til 14 ára eða svo)
Gaman að sjá þessar sumarlegu myndir og bara svalir á leiðinni :-)
Kveðja úr sveitinni, mamma.
Ættinginn stækkar og stækkar og verður bara myndarlegri og myndarlegri og ég sem hélt það væri ekki hægt. Mmmmm...maður fær nú vatn í munninn við tilhugsunina um grillveisluna sem býður mín á þessum svölum...
kv, bryndís.
Skrifa ummæli